Yfirferð laga 2016 – 19/43 Lettland

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Just-Heartbeat
Besti árangur: Marie N 2002, 1. sæti
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Hjörtun slá í takt
Uppáhaldið okkar: Brainstorm – My star

Eyrún segir: Þetta var allra fyrsta lagið í keppninni í ár sem hitti mig í hjartastað. Í einfaldleika sínum er það svo ótrúlega tært og mikil snilld og að hún Aminata frá því í fyrra hafi samið það segir allt sem segja þarf. Mér finnst þetta reyndar mun betra lag, a.m.k. viðlag, en Love Injected. Justs hefur sannarlega röddina en á sviðinu í Lettlandi gaf hann samt ekki nægjanlega af sér, að mínu mati. Hann verður vonandi búinn að æfa sig vel fyrir Stokkhólm því að ég væri ekki hissa þó að Lettar kæmust enn ofar í ár en í fyrra og blönduðu sér í toppbaráttuna. Þetta er lag sem hittir strax í mark og þannig er sko alvöru Júróvisjón-lag 🙂

Hildur segir: Rétt eins og hjá Eyrúnu var þetta eitt af fyrstu lögunum í keppninni í ár sem gripu mig strax í byrjun. Lagið er verulega flott og verður stuð að dansa við það á Eurokúbbunum! Eina sem gæti aftrað góðu gengi Letta í ár er sviðsframkoman. Í stúdíóúgáfu er lagið gríðarlega sterkt og flott rödd Justs naut sín í botn. Eins og Eyrún bendi á gaf hann hins vegar ekki nægileg af sér á sviðinu í undankeppninni heima auk þess sem útsetningin virtist örlítið flatari. En með góðri æfingu í sviðsframkomu og réttri útsetningu verður þetta geggjað!

lettland_justs

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s