Yfirferð laga 2016 – 18/43 Malta

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Ira Losco – Walk on water
Besti árangur: Chirara 2005 og Ira Losco 2002 2. sæt
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Ástin bjargar öllu
Uppáhaldið okkar:  Fabrizio Faniello -Another summer night

Eyrún segir: Malta hefur nú sett í fluggírinn og sendir hana Iru Losco sem hafnaði í öðru sæti árið 2002 með Sjöunda undrið, með lagið Walk on Water sem er undir danstónlistaráhrifum, jafnvel pínu triphopi. Vúhú! Hún vann reyndar undankeppnina heima með allt öðru lagi en svo var bara skipt um lag. Henni er spáð góðu gengi í veðbönkunum og vissulega er hún reynslumikill flytjandi sem kemur til með að skila sínu á sviðinu. En lagið finnst mér endurtekningasamt þó að danstakturinn sé pínu kærkominn – það verður a.m.k. stuð í höllinni með Möltu á sviðinu. Ég held að Ira komist áfram í aðalkeppnina en þar á henni eftir að fatast flugið.

Hildur segir: Ég hélt alltaf mikið með Molly Petterson-Hammar í þau skipti sem hún tók þátt í Melodifestivalen í Svíþjóð. Mér þykir því smá bót í máli að hún hafi fengið að taka þátt í Júróvisjon á einhvern hátt sem einn af höfundum þessa lags. Lag Iru frá 2002 er eitt af mínum uppáhalds júróvisjon lögum og ég held því svolítið upp á hana. Fannst t.d. gaman þegar hún söng á opnun Smáþjóðaleikana á Möltu fyrir nokkrum árum. En ekkert af þessu segir til um lagið hennar í ár. Það er hress dansslagari og venst ágætlega. Það er þó ekkert sjöunda undur og árangurinn verður því líklega eftir því. Hún kemst nú líklega í úrslitin en það verður íslenskur stíll á því – upp úr undanúrslitunum en loka niðurstaða í kringum 20. sæti.

malta_ira

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s