Sögustund AUJ: Tyrkir, snúið aftur!!

Það verður að segjast að við AUJ-stöllur erum langhamingjusamastar með Júróvisjón þegar öllu ægir saman! Það verður að vera smá balkanballöðustöff fyrir blætið okkar, júrópopp með schlager-fest, indie-gítarsóló, rokkað popp/poppað rokk og aldrei sláum við hendinni á móti skrýtnu og sniðugu gríni sem gefur okkur nýja sýn inn í þjóðarsál viðkomandi flytjenda. Það verður að vera eitthvað af öllu. Líka þessu slæma… Einna verst er kannski ef allt þetta er að finna í sama framlaginu, en við skulum ekki fara út í þá sálma hér! Júróvisjón er eins og sirkús: Hvert atriði einstakt en öll þó undir sama tjaldinu.

Að þessu sögðu verðum við að viðurkenna að einnar þjóðar sem ekki hefur keppt í fjögur ár, söknum við meir en annarra. Og það eru Tyrkir. Tyrknesku framlögin hafa alltaf verið áhugaverð og afgerandi. Tyrkir voru líka með fyrstu „exótísku“ þjóðunum sem tóku þátt í Júróvisjón, en það var árið 1975. Fyrsta framlag þeirra, Seninle Bir Dakika, flutt af Semiha Yani, gekk þó beint inn í hefðbundin framlög þess tíma (sbr. en framandi tungumálið fær þó að njóta sín. Ekki fengu Tyrkir þó beinlínis góðar móttökur því lagið hafnaði í 19. og síðasta sæti.

Það var svo árið 1980 sem Tyrkir mættu með alla ethníkina sína, trumbur, mjaðmahnykki og allt þetta sem við elskum – og sungu um olíu (Petrol/Pet’r Oil):

Auðvitað prófuðu Tyrkir ýmislegt í framlögum sínum; diskó, popp o.fl. – rétt eins og aðrar keppnisþjóðir. Tríóið MFÖ keppti t.d. í tvígang á níunda áratugnum (1985 og 1988); eitursvalir náungar sem kunnu sannarlega að skella í eyrnaorma í viðlögunum sínum:

Tyrkir náðu samt ekki eyrum Evrópu í alvörunni fyrr en árið 1997 þegar klassíkin Dinle var flutt með flautu, fingrasmellum og hinum seiðandi flutningi Sebnem Paker í stutta pilsinum sínum. 3. sætið var þeirra og allir voru farnir að ná því að tyrkneska tónlistin var komin til að vera í þessari áður íhaldssömu keppni.

Við þekkjum öll sigur Sertab Erener árið 2003 með flottum dansi og góðu lagi, Everyway That I Can þar sem formúlan fyrir ekta tyrknesku framlagi var fullkomnuð. Það má segja að árin eftir aldamótin hafi verið gullár Tyrklands í Júróvisjón. Þeir lentu í 4. sæti 2004, 8. sæti árið 2006, 4. sæti 2007 og 2009, 7. sæti árið 2008, 2. sæti árið 2010 með mAnga, frábæru rokkbandi og árið sem þeir hættu þátttöku, 2012, hafnaði Can Bonomo í 7. sæti með Love Me Back.

Okkur finnst sannarlega tími til kominn að fá Tyrki aftur – en ykkur? Þeir hafa gefið okkur svo mörg skemmtileg framlög og krydda alltaf keppnina þegar þeir eru viðstaddir. Þrátt fyrir öll þessi austurlönd nær sem nú eru farin að taka þátt, þá söknum við enn Tyrklands!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s