Yfirferð laga 2016 – 9/43 Rússland

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Sergey Lazarev – You are the only one
Besti árangur: 1. sæti 2008 – Dima Bilan með Belive
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Ert mín/n eina/i
Uppáhaldið okkar:  Alsou með Solo árið 2000

Eyrún segir: Ef Rússar vinna ekki í ár með sitt ofur-pródúseraða lag má ég hundur heita! Reyndar getur nú ýmislegt komið í veg fyrir það… eða hvað? Hann verður sannarlega efstur upp úr fyrri riðlinum, það er nokkuð ljóst. Mér finnst þó persónulega lítið varið í lagið og hann sjálfur alveg jafn sjarmerandi og Barbie-karlinn Ken sem er svo afskaplega fríður og sléttur á yfirborðinu en algjörlega innantómur! Sama má segja um texta lagsins, um hvað er þetta eiginlega? Jú, hann leitar að þessari einu sönnu en einhvern veginn er það ekkert sérstaklega sannfærandi í hans flutningi.

Hildur segir: Nú eru Rússarnir með þetta, bara rétt eins og þegar Dima Bilan sigraði með Belive. Þeir eru ekki með þetta af því eitthvað er frumlegt, öðurvísi eða sérstakt heldur af því gengur upp, lagið, útsetningin og flytjandinn. Saman er þessi heilaga þrenning svo heimilsleg að maður gæti haldið þegar maður heyrir það fyrst að búið væri að selja lagið í milljónum eintaka á Bandaríkjamarkaði. Þó atriðið heima fyrir hafa meira minnt á lúxusútgáfu af Freestyle keppni í Tónabæ, þá leikur ekki nokkur vafi á því að það verður ekkert amatörlegt við sviðsetninguna í Stokkhólmi í vor.

Sergei-Lazarev-6

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s