Yfirferð laga 2016 – 1/43 Finnland

pizap.com14594232060141

Hér með hefjum við yfirferð laganna 43 sem keppa í Júróvisjon í ár! Rétt eins og í fyrra ætlum við að fjalla um hvert lag fyrir sig í þeirri röð sem þau stíga á svið. Ásamt því að fjalla um lögin verður besti árangur hvers lands birtur ásamt uppáhaldslögum okkar frá hverju landi. Við byrjum auðvitað á Finnlandi sem stígur fyrst á stokk á fyrra undankvöldinu þann 10. maí.

Lag og flytjandi: Sing it away – Sandhja
Besti árangur: 1. sæti 2006 – Hard Rock Halleluja
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Söngurinn bjargar áhyggjunum“
Uppáhalds lagið okkar: Da da dam – Paradise Oskar

Eyrún segir: Mér fannst mörg önnur lög í undankeppninni heima í Finnlandi mun skemmtilegri en þetta, t.d. þetta hér en Sandhja hafði það. Gott og vel, við fáum smá stuðlag í byrjun keppninnar en það er voðalega undarleg uppbygging í því og lagið veit ekki alveg í hvað átt það á að fara. Alveg allt í lagi en ekki mitt uppáhalds. Held að það komist ekki áfram í úrslitin.

Hildur segir: Það er voðalega leiðinlegt að vera neikvæður svona í upphafi en mér finnst þetta lag bara ekki skemmtilegt. Það byrjar ágætlega og maður verður spenntur að heyra hvað gerist næst en um leið og viðlagið byrjar hefst eitt af þemum þessa árs sem ég kýs að kalla Vonbrigði viðlaganna. Viðlagið finnst mér nefnilega hundleiðinlegt og stendur alls ekki undir þeim væntingum sem byggðar eru upp með laglínunni. Sandhja gerir þetta þó ljómandi vel og negldi flutninginn á  sviðinu heima í Finnlandi. Þrátt fyrir vonbrigði og leiðindi þá held ég samt, að gefinni góðri sviðsetningu, þá fari lagið áfram í úrslitin.

Finnland_sandhja

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s