Eurovision 2016 – hér komum við!

 

Þó að undanfarin misseri hjá okkur hafi að mestu farið í að stúdera Söngvakeppni Sjónvarpsins, fletta skræðum og skoða spólur á safnadeild RÚV og pæla og spögulera í þátttöku Íslands í stóru keppninni, höfum við þó alls ekki sagt skilið við elsku Eurovision!

SÍÐUR EN SVO!

Umfjöllunin hér í aðdraganda og á keppninni sjálfri í maí verður frábær að vanda enda fulltrúar Alls um Júróvisjón á staðnum til að skila geðveikinni beint í æð fyrir ykkur sem lesið heima – í máli og myndum!

Við ætlum að sjálfsögðu að spá í veðbönkum, fjalla um hvert og eitt einasta framlag af þeim 43 sem taka þátt í ár og allt slúðrið verður á sínum stað, enda algjörlega ómissandi 🙂

Endilega fylgist vel með okkur – líka á FB!