Söngvakeppnin í 30 ár – 22.hluti: 2003

Þegar litið er yfir Söngvakeppnina síðust 30 ár er ljóst að árið 2003 var haldin keppni sem að vissu leyti stóð upp úr. Blásið var til stórrar keppni á tímum þar sem samdráttur hafði verið allsráðandi og var allsráðandi næstu tvö ár á eftir.

birgitta haukdal

Birgitta Haukdal sigraði með laginu Segðu mér allt

Af hverju stór keppni 2003?
Eins og fram hefur komið í öðrum pistlum á síðunni er það ákvörðun hverju sinni á RÚV hvort blásið er til forkeppni eður ei. Ræðst það mikið til af fjármagni sem dagskrárdeild hefur úr að moða á hverju ári og hvort ráðamönnum á RÚV þyki það forsvaranlegt að eyða oft stórum hluta þess í Söngvakeppnina. Það er því forvitnilegt að velta fyrir sér af hverju blásið var til stórrar keppni þetta árið eftir mikinn samdrátt á árunum á undan og eftir.

Þegar ákveðið var að endurvekja Söngvakeppni Sjónvarpsins 2003 hafði ekki verið haldin keppni undir því nafni í 10 ár. Ýmist hafði verið valinn flytjandi eða keppnir frekar fárra laga haldnar innan í öðrum sjónvarpsþáttum eða við hreinlega ekki tekið þátt í keppninni. Sem dæmi fór valið 1994 fram í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn þar sem þrjú lög kepptu, árið 1995, 1997 og 1999 var keppandi valinn og árið 2001 kepptu átta lög í laugardagsþætti Steinunnar Ólínu Þorvarðardóttur Milli himins og jarðar. Gengið árið 2001 var slæmt og því kepptum við ekki árið 2002.

Auglýst var eftir lögum til þátttöku í Júróvisjon um miðjan október 2002. Þegar auglýsingin fór í loftið var ekki endanlega ákveðið hvort halda ætti forkeppni eða velja úr innsendum lögum líkt og árið 1996. Stuttu eftir að auglýsingin fór í loftið var haft eftir Rúnari Gunnarssyni dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar að áhugi væri fyrir því að halda forkeppni enda hefði það fyrirkomulag reynst vel og hefði mikla þýðingu fyrir tónlistarbransann. Það varð svo úr að ákveðið var að blása lífi í Söngvakeppnina og það með pompi og prakt í þeirri von að ná betri árangri í Júróvisjon.

gisli og logi 4

Nýjungar og fjölbreytt lög
Af þeim ríflega 200 lögum sem bárust í keppnina voru 15 valin til þátttöku. Keppnin var haldin með nokkuð breyttu sniði en áður hafði tíðkast. Ekki var um nein undankvöld að ræða heldur voru öll lögin tekin upp fyrir sjónvarp og kynnt þrjú í senn í vikunni fyrir úrslitakvöldið. Öll 15 lögin kepptu svo til úrslita en þá voru þau öll flutt lifandi á sviðinu við lifandi hljóðfæraundirleik. RÚV lagði til fjögurra manna hljómsveit og gátu lagahöfundar nýtt sér hana og bætt við eftir þörfum.

Úrslitakvöldið sjálft var haldið í Háskólabíói. Þar var mikið lagt í skemmtilegt show. Í fyrsta skipti í sögu Söngvakeppninnar gafst almenningi kostur á að vera viðstaddur í salnum en selt var inn á úrslitakvöldið. Það var ekki að spyrja að áhuganum enda seldist upp! Gísli Marteinn Baldursson og Logi Bergmann Eiðsson voru fengnir til að kynna keppnina og fóru þeir á kostum. Í nýlegri kosningu FÁSES unnu þeir félagar stórsigur sem bestu kynnar í Söngvakeppninni, hlutu ríflega 50% atkvæða.

Lögin 15 í keppninni voru fjölbreytt, allt frá rokki í europopp. Enginn gleymir innkomu Botnleðju í keppnina enda hlutu þeir 2. sætið fyrir lagið sitt Eurovísa. Ungir upprennandi höfundar úr Kópavoginum ásamt þekktri söngkonu úr framhaldsskólasenunni skutu upp kollinum með eurosmellinum Sá þig sem endaði í 3. sæti. Rúnar Júlíusson tók þátt í keppninni með lag eftir Karl Olgeirsson, Ást á skítugum skóm. Þá söng Ragnheiður Gröndal lag í suðrænum stíl, Ferrari. Eivör Pálsdóttir var lítt þekkt á þessum tíma en heillaði marga með flutningi á hugljúfu lagi eftir Ingva Þór Kormásksson, Í nóttLoks fluttu Regína Ósk og Hjalti Jónsson slagarann Engu þurfum að tapa eftir Einar Örn Jónsson.

Það var svo auðvitað Birgitta Haukdal sem sigraði með lag Hallgríms Óskarssonar Segðu mér allt. 

Ekki endurtekið
Þrátt fyrir gott gengi Birgittu í Júrovisjonkeppninni í Riga um vorið var þetta fyrirkomulag á Söngvakeppninni ekki endurtekið árið eftir. Næstu tvö ár á eftir var innanhúsval á RÚV þar sem Jónsi og Selma voru fengin til að vera fulltrúar okkar í Júróvisjon. Árið 2006 var svo blásið til Söngvakeppninnar á ný en nú með fyrirkomulagi undankeppna þar sem lög keppa sig inn á úrslitakvöld.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s