Söngvakeppnin í 30 ár – 23. hluti: Erna Hrönn

Áfram höldum við með sögu Söngvakeppninnar í 30 ár og hin síðari ár eru einstaka flytjendur sem hafa sérstaklega markað djúp spor. Við höfum nú í fyrri pistlum nefnt fjölmarga flytjendur en Erna Hrönn er ein þeirra sem þarf að taka út fyrir mengið. Ekki vegna þess að hún keppir í Söngvakeppninni í ár heldur vegna gríðarlegrar reynslu hennar sem bakrödd og þeirra sex skipta sem hún hefur tekið þátt í Söngvakeppninni. Erna hefur sérstakan sjarma, er tæknilega mjög fær söngkona og alveg dúndurhress týpa!

Erna Hrönn Ólafsdóttir er fædd á Akureyri árið 1981, gekk í Hrafnagilsskóla og sigraði söngkeppni á vegum Menntaskólans á Akureyri um aldamótin síðustu. Árið 2004 var popphljómsveitin Bermuda stofnuð og Erna Hrönn var aðalsöngkona sveitarinnar í fjögur ár. Hljómsveitin gaf út plötuna „Nýr dagur“ á gamlárskvöld 2007. Á sama tíma og hún var í hljómsveitinni lærði hún táknmálsfræði í Háskóla Íslands. Hún sagði skilið við hljómsveitina 2008 og hefur starfað sem bakraddasöngkona.

Hún hefur sungið bakraddir í Söngvakeppninni í yfir 50 og tók fyrst þátt sem slík árið 2006. Hún hefur farið út í Júróvisjón-keppnina tvisvar sinnum sem bakrödd, fyrst með Jóhönnu Guðrúnu 2009 og ári síðar með Heru Björk í Osló.

Í stuttu spjalli sem við áttum við hana fyrir keppnina 2011 sagði Erna Hrönn að fyrir henni væri Söngvakeppnin „Tónlistarveisla- Fjölbreytni- Gleði- Glamúr- Skemmtilegheit“

Fyrsta skiptið sem Erna kom fram sem aðalsöngkona í Söngvakeppninni var árið 2007 þegar hún flutti lagið Örlagadís eftir Roland Hartwell með texta Kristjáns Hreinssonar:

Næst keppti Erna með lagið Glópagull árið 2009 en lag og texti var eftir Einar Oddsson:

Í þriðja sinn sem Erna keppti söng hún sig inn í úrslitin 2011 með lag Arnars Ástráðssonar, Ástin mín eina:

Árið 2013 söng Erna Hrönn lag Sveins Rúnars Sigurðarsonar Augnablik, við texta Ingibjargar Gunnarsdóttur:

Í fyrra tók Erna þátt í fimmta skipti sem aðalsöngkona með drungalegu ballöðuna Myrkrið hljótt og samdi sjálf textann við lag Arnars Ástráðssonar.

Í ár hefur Erna Hrönn toppað fyrri árangur sinn með því að komast í úrslit Söngvakeppninnar með lagi og texta Þórunnar Ernu Clausen, I promised you then, sem hún syngur með Hirti Traustasyni:

Við getum varla sleppt því í sögulegu samhengi að minnast á svokallað PR-vidjó sem hópurinn á bak við framlagið I promised you then stendur að; að flytja lagið á táknmáli en það hefur ekki verið gert áður í Söngvakeppninni svo við vitum til. Og þar eru hæg heimatökin hjá Ernu Hrönn sem lærði táknmálsfræði:

Samhliða söngverkefnunum vinnur Erna Hrönn við dagskrárgerð á útvarpsstöðunum Bylgjunni og Létt-Bylgjunni og tekur á móti skólahópum til 365 miðla.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s