Söngvakeppnin í 30 ár – 21. hluti: Verndardýrðlingurinn Páll Óskar

MINN-HINSTI-DANS-PRÓMÓ-MYND-19971-315x214OK, OK, við vitum alveg að Páll Óskar hefur aldrei keppt í Söngvakeppninni en hlutur hans í 30 ára sögu keppninnar eru engu að síður ótvíræður. Það er varla hægt að nefna Júróvisjón á Íslandi án þess að hugsa um Palla!

Eftir erfiðu árin um miðjan tíunda áratuginn þegar árangur íslensku laganna var slakur, fjárhagurinn bágur og allir voru að bíða eftir næstu Siggu Beinteins, eða næsta 4. sæti, var hringt í poppstjörnuna Pál Óskar og honum boðið að taka þátt með sólarhrings umhugsunarfresti. Ráðamenn á RÚV höfðu veður af því að Palli væri júróaðdáandi og í samtali við okkur sagði hann að sem slíkur hafi hann vitað að á þessum tímapunkti hafi „meistaradeildin verið hætt að spila“ með í Júróvisjón eins og hann orðaði það, það hafi því þurft að koma og taka keppnina svolítið í gegn – og það gerði hann.

Palli fékk sjálfur að útfæra lagið, textann, útsetninguna, alla útfærslu, sviðssetningu, kóreógrafíu, músíkvídeóinu; öll og vildi engar spurningar! Það er m.a. ástæðan fyrir því að það var hvítur sófi á sviðinu en slíkur leikmunur hafði ekki sést í Júróvisjón áður.

Hann var þó ekki viss um að lagið Minn hinsti dans væri væntanlegt sigurlag. En hann vissi að enginn hefði mætt með latex-búninga í keppnina eða þurft að klippa á keppanda í einhverjum löndum vegna kynferðislegra tilburða á sviðinu. En hann var sannarlega tilbúinn að rugga bátnum!

Að sögn Palla lá í loftinu að eitthvað áhugavert kæmi út úr símakosningunni sem árið 1997 var reynd í fyrsta sinn í nokkrum löndum. Eftir keppnina þar sem hann steig síðastur á svið kom í ljós að hann hafnaði í 20. sæti af 25 alls á opinberu stigatöflunni en samkvæmt símakosningunni eingöngu hefði það verið 6. sætið! Ári síðar var símakosningin tekin í notkun að fullu.

Screen Shot 2016-02-18 at 23.37.48

Myndir: palloskar.is

Þegar við spurðum Palla hvað honum fyndist um Söngvakeppnina sem forval fyrir Júróvisjón, sagði hann að í raun væri búið að reyna um það bil allt og allt hafi virkað á sama tíma og allt hafi floppað.

Aðspurður um hvort við komum til með að sjá hann í Söngvakeppninni aftur, segist Palli vera meira en reiðubúinn að keppa aftur fyrir Íslands hönd þegar rétta lagið komi til hans, en það hafi ekki gert það enn.

Við tökum innilega undir orð Palla þegar hann útskýrir hvers vegna Júróvisjón er svona stórt mál á Íslandi:

„Þetta er eins og jólin; við eigum ekki Thanksgiving, Halloween eða bank holidays eins og margar aðrar þjóðir. Við kannski tókum bara Eurovision til að búa til grillpartí, afsökun fyrir því að fjölskyldan myndi hittast og vera saman. Það vill síðan til að þessi keppni getur verið drulluspennandi stundum og gott sjónvarpsefni. Við bjuggum þessa tradisjón til og hún kikkaði inn þegar Stjórnin komst í 4. sætið og við fórum á hliðina.“

Ef Júróvisjón er hátíðisdagur, þá er verndardýrðlingur hennar svo sannarlega enginn annar en Páll Óskar. Á undanförnum árum hefur hann fengið hlutverk sem kynnir og skemmtikraftur á úrslitakvöldum Söngvakeppninnar og í tengslum við kynningar á Júróvisjón. Í ár sá hann svo til þess að nafn hans verður um alla framtíð tengt keppninni fyrir Íslendinga með bilaða pepplaginu Vinnum þetta fyrirfram!

Það er enginn eins og Páll Óskar, og Söngvakeppnin og Júróvisjón væru ekki svipur hjá sjón án hans! ❤

Screen Shot 2016-02-18 at 23.38.00

Myndir: palloskar.is

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s