Söngvakeppnin í 30 ár – 20. hluti: Lögin sem lifðu

Af þeim tæplega 300 lögum sem hafa keppt í Söngvakeppninni er fjöldinn allur af lögum sem ekki unni en hafa þó lifað með okkur og sum jafnvel orðið vinsæl. Við ætlum að rifja upp nokkur þeirra.

Árið 1986 söng Björgvin Halldórsson lag eftir lítt þekktan lagahöfund, hinn unga Eyjólf Kristjánsson. Lagið er að sjálfsögðu Ég lifi í draumi sem festi sig strax í sessi sem afar vinsælt lag. Það hefur komið út á fjölda hljómplatna, bæði með Björgvini sjálfum, Eyva og á safnplötum.

Keppnin árið 1987 var stútfull af skemmtilegum lög sem mörg hver hafa notið vinsælda og fest sig í sessi sem klassísk lög í íslensku tónlistarsenunni. Norðurljós eftir Gunnar Þórðarson í flutningi Eyva er líklega hvað vinsælast af þeim  en lög á borð við Lífsdansinn, Aldrei ég gleymi og Í blíðu og stríðu eftir Jóhann Helgason eru allt lög sem lifa með þjóðinni.

Þó mætti örugglega tína til nokkur lög úr keppninni 1988 er Sólarsamban hans Magga Kjartans klárlega lang eftirminnilegasta lagið og fáir sem ekki þekkja það!

Þegar kafað er í heildarlagalista söngavkeppninnar sést fljótt að þau eru mörg lögin sem hafa lifað með okkur frá upphafsárum keppninnar. Árið 1989 kepptu aðeins fimm lög en fjögur þeirra eru þekkt meðal þjóðarinnar. Það er auðvitað sigurlagið Það sem enginn sér en þetta ár kepptu líka lögin Línudans eftir Magnús Eiríksson, Alpatwist eftir Geirmund Valtýsson í flutningi Bítlavinafélagsins og Sóley eftir Gunnar Þórðarson.

Það er ekki hægt að skilja við upphafsár Söngvakeppninnar án þess að minnast á lögin Karen eftir Jóhann Helgason og Mig dreymir eftir Björgvin Halldórsson sem bæði kepptu árið 1992 og lagið Ég læt mig dreyma eftir Friðrik Karlsson frá árinu 1990.

Við hoppum næst til ársins 2003. Þá var aftur blásið til stórrar Söngvakeppni Sjónvarpsins eftir nokkuð hlé. Þar sigraði Hallgrímur Óskarsson með laginu Segðu mér allt. En það er langt frá því að vera eina lagið sem lifði. Eurovísa þeirra Botnleðjufélaga háði baráttu um 1. sætið við Segðu mér allt og náði inn á topplista, sat meðal annars í 1. sæti íslenska listans á X-inu í apríl 2003.

Eurovísa var ekki eina 2. sætis lagið sem hefur lifað af lögunum sem hafa keppt á þessari öld. Árið 2006 keppti Trausti Bjarnason með lagið sitt Þér við hlið í flutningu Regínu Óskar en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Silvíu Nótt. Árið 2007 varð lagið Eldur í 2. sæti en hefur lifað lengi ekki hvað síst meðal Júróvisjon aðdáenda. Lagið Ho ho ho we say hey hey hey eftir Barða Jóhannsson laut svo í lægra haldi fyrir This is my life árið 2008 er líklega lag sem flestir þekkja.

Í lagasúpunni sem kepptir 2008 var að finna fleiri lög sem lifðu áfram eftir keppnina. Þar á meðal er lag Svölu Björgvins Wiggle wiggle song sem Haffi Haff flutti svo eftirminnilega en einnig lag Dr. Gunnar Hvar ertu nú? í flutningi Dr. Spock. Bæði lögin duttu inn á topplista hér á landi í kjölfar keppninnar og hafa orðið að költ lögum úr Söngvakeppninni.

Þegar líður nær deginum í dag verður erfiðar að meta hvaða lög lifa enda styttra um liðið. Þó má úr síðustu fimm til sex keppnum nefna lög á borð við WaterslideÉg trúi á betra líf, Lífið snýst, Gleði og glens og Hjartað brennur sem munu líklega öll lifa með okkur áfram á næstu árum.

Að lokum má ekki sleppa annars sætis lagi síðasta ár. Í síðasta skipti eftir þá StopWaitGo félaga í flutningi Friðriks Dórs var án efa lang vinsælasta lagið í keppninni 2015 mun lifa með okkur um ókomna tíð! Það má líka geta þess að í kosningu FÁSES félaga um lagið sem hefði átt að vinna söngavkeppnina en sigraði lagið örugglega!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s