Söngvakeppnin í 30 ár – 19. hluti: Regína Ósk

Regínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu þarf nú ekki að kynna fyrir nokkrum einasta júróvisjónaðdáanda, íslenskum eða erlendum. Við viljum þó taka saman fyrir ykkur feril hennar í Söngvakeppninni í tilefni að 30 ára þátttökuafmæli okkar í Júróvisjón.

Regína hefur verið söngfugl frá unga aldri og tekið þátt í söngkeppnum alla sína skólagöngu, hún lenti m.a. í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna 1996 eftir að hafa sigrað í söngkeppni Menntaskólans í Hamrahlíð.

Hún söng með Söngsystrum og síðan með hljómsveitinni 8-villt, lærði djasssöng í FÍH og tók þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Litlu hryllingsbúðinni 1999.

Feril sinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf Regína Ósk í keppninni 2001 þegar hún ásamt Kristjáni Gíslasyni og Dísellu Lárusdóttur söng bakraddir í öllum lögum keppninnar. Þá hélt hún út til Kaupmannahafnar sem hluti af TwoTricky-hópnum og söng bakraddir ásamt Margréti Eir  í Angel. 

Regína söng svo lagið Engu höfum að tapa ásamt Hjalta Jónssyni í Söngvakeppninni 2003 en höfundur lagsins var Einar Örn Jónsson:

Hún fór síðan í annað skiptið út það sama ár sem bakraddasöngkona í Júróvisjón með Birgittu Haukdal í laginu Tell me. Árið 2005 söng hún bakraddir með Selmu í laginu If I had your love.

Árið 2006 átti Regína Ósk stórleik í Söngvakeppninni þegar hún heillaði alla júróvisjónaðdáendur upp úr skónum með laginu Þér við hlið eftir þá Trausta Bjarnason og Magnús Þór Sigmundsson. Margir telja það vera það lag sem helst hefði átt að vinna en Silvía Nótt náði að stela sigrinum og Regína þurfti að láta sér annað sætið lynda:

Regína hélt áfram að veðja á réttu hestana og árið 2008 sigruðu þau Friðrik Ómar, eða Eurobandið, örugglega í Söngvakeppni Sjónvarpsins; Laugardagslögunum með dúndursmellinum eftir Örlyg Smára; Fullkomið líf:

Þau fóru með lagið sem á ensku útlagðist This is my life út í Júróvisjón og urðu fyrsta framlag okkar Íslendinga til að komast upp úr undankeppnunum eftir að það fyrirkomulag var tekið upp, og höfnuðu í 14. sæti í Serbíu.

Hin síðari ár hefur Regína síður en svo slegið af í þátttöku sinni í Söngvakeppninni. Árið 2012 keppti hún með vindvélarslagarann Hjartað brennur; lagið eftir Maríu Björk Sverrisdóttur, Frederick Randquist, Marcus Frenell og Önnu Andersson og texti eftir Kristján Hreinsson og Önnu Andersson:

Í Söngvakeppninni í fyrra, 2015, söng Regína Ósk Aldrei of seint, annað lag þeirra Maríu Bjarkar, Marcusar Frenell og þá hafði Sarah Reeve bæst í höfundateymið. Textann samdi Regína sjálf:

Við á Allt um Júróvisjón vonum nú að Regína láti sjá sig aftur í Söngvakeppninni sem fyrst með lag sem kemur henni alla leið út í Júróvisjón enn á ný!

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s