Söngvakeppnin í 30 ár – 17. hluti: Guðrún Árný

Ein af eftirminnilegri stórsöngkonum sem Söngvakeppnin hefur alið er Guðrún Árný Karlsdóttir. Flutningur hennar í laginu Andvaka var ógleymanlegur og í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum. Að okkar mati er líka ákveðinn gæðastimpill að hafa hana með í lagi í Söngvakeppninni, hún hefur blæbrigðaríka og þróttmikla ballöðurödd og setur sitt mark á hvert einasta lag.

Eins og segir á síðu Guðrúnar Árnýjar, er hún fædd 23. mars 1982 og starfað sem söngkona síðustu ár og sungið í hvers kyns kirkjulegum athöfnum. Hún hefur sungið frá blautu barnsbeini, var m.a. í barnakór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og sigraði í Söngkeppni Samfés sem unglingur og söngkeppni framhaldsskólanna 1999.

Hún hefur alls fimm sinnum tekið þátt í Söngvakeppninni og auk þess farið út til Baku árið 2012 sem bakrödd fyrir Gretu Salóme og Jónsa.

Fyrsta tilraun Guðrúnar Árnýjar var árið 2001, þegar hún söng lagið Komdu til mín en lag og texti voru eftir Grétar Sigurbergsson, fyrrum réttargeðlækni á Sogni. Árið 2001 átti Grétar tvö lög í tíu laga úrslitum í Söngvakeppninni:

Næst lét Guðrún Árný til sín taka í Söngvakeppninni 2003 í Háskólabíó þegar hún ásamt Dísellu Lárusdóttur söng lag og texta Sveins Rúnars Sigurðssonar, Með þér, sem Sveinn Rúnar segist hafa samið til hundsins síns. Lagið kom út á plötu höfundarins, Sveins Rúnars, Valentine lost (2007) þegar hann hélt út ásamt Eiríki Haukssyni.

Lagið Andvaka söng Guðrún Árný í keppninni 2006 þegar Silvía Nótt stal senunni, en lag og texti voru eftir Trausta Bjarnason en hann átti einnig lagið Þér við hlið í keppninni það ár sem í flutningi Regínu Óskar hafnaði í 2. sæti. Guðrún Árný gaf lagið út á plötu sinni Eilíft líf sem kom út sama ár. Auk lagsins Andvaka voru frumsamin lög á plötunni.

Guðrún Árný sneri aftur í Söngvakeppnina árið 2012 og söng þá tvö lög. Annað þeirra var lagið Minningar, lag og texti eftir Valgeir Skagfjörð:

Hitt lagið í Söngvakeppninni 2012 sem Guðrún Árný söng, var lag Gretu Salóme Stefánsdóttur Aldrei sleppir mér, en hún flutti það ásamt Gretu sjálfri og Heiðu Ólafsdóttur. Þegar í ljós kom að Greta Salóme átti tvö lög í úrslitum Söngvakeppninnar valdi hún að flytja eingöngu lagið Mundu eftir mér og því fluttu Guðrún og Heiða lagið tvær á úrslitakvöldinu:

Þegar Greta og Jónsi voru svo valin sem fulltrúar Íslands í Aserbaídsjan, fór Guðrún Árný með sem bakrödd:

Aftur sneri Guðrún Árný til keppni árið 2014 þegar hún flutti annað lag Trausta Bjarnasonar, Til þín við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur rithöfundar:

Það væri frábært að fá ekta ballöðusöngkonu aftur í keppnina að ári – þangað til næst, Guðrún Árný! 🙂

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s