Gömul uppáhalds: Mín þrá

Eyrún skrifar:

Við allt grúskið okkar á Youtube og nú Spotify (takk RÚV!) þar sem ýmis gömul lög hafa dúkkað upp úr gömlum keppnum, rakst ég aftur á þennan gullmola og það er sannarlega happafundur, því að ég var alveg búin að steingleyma þessu framlagi!

Hér má segja að Söngvakeppnin kjarni sig; allt í þessu lagi og ekki síður atriði er gott – á því er enginn vafi! Fyrir það fyrsta flytur Bjöggi það og hefur augsýnilega verið fataður upp í gervi Georgs mannsins hennar Stellu í orlofi (sem kom út árið áður). Dansararnir/bakraddirnar eru óaðfinnanlegar í vóóó-inu sínu, ómarkvissum dansi og múnderingu. Takið eftir skæslegum magabolnum og snjóhvítu pokabuxunum! Að lokum má ekki gleyma leðurjakkatöffaranum á gítarinn, lökunum á skilrúmunum og RÚV-merkinu sem snýst!

Lagið er eiturhresst með góðum texta og afar grípandi millikafla. Þvílík synd að við sendum ekki þessa gleðibombu út árið 1987!

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s