Eftir seinna undankvöld Söngvakeppninnar 2016

Jæja, seinna undankvöldið er frá og við viljum gera það upp á sama hátt og hið fyrra. Hérna eru okkar pælingar eftir laugardagskvöldið.

Þau lög sem komust áfram:

hqdefault (4)

Spring yfir heiminn – Þórdís Birna og Guðmundur Snorri – Júlí Heiðar

Eyrún: Fannst þetta lag yfirmáta hallærislegt við fyrstu hlustun, e-r næntís nostalgía. Þetta óx þó og þegar ég heyrði ensku útgáfuna kolféll ég bara. Frábær flutningur og söngkonan Þórdís Birna ofsalega örugg í sínum flutningi. Hlakka mikið til að sjá þau flytja ensku útgáfuna í Laugardalshöllinni! 
Hildur: Rétt eins og Eyrúnu fannst mér lagið afskaplega hallærislegt við fyrstu hlustun. Það óx þó örlítið en ekki nægilega mikið til að losna algjörlega við kjánahrollinn. Hann er þó ekki tengdur þessu lagi sérstaklega en rapplög í bland við laglínu finnst mér alltaf svolítið off. Enska útgáfan er þó miklu betri en sú íslenska og lagið kom mér algjörlega á óvart í live flutningi í Háskólabíói og kom mér ekkert á óvart að þau hefðu flogið áfram eftir hann.

ma_20160112_000680-1

Á ný – Elísabet Ormslev – Greta Salóme

Eyrún: Ofsalega fallegt lag í einstökum flutningi Elísabetar. Mér fannst hún þó óörugg á laugardagskvöldið og því alls ekki útséð hvoru megin borðs hún félli. Útfærsla atriðisins átti þó fyllilega skilið að komast áfram.
Hildur: Lagið þykir mér sérlega fallegt og Elísabet gerir því góð skil. Þrátt fyrir smá óöryggi á laugardagskvöldið finnst mér lagið lang sterkast af þeim lögum sem í keppninni eru. 

ma_20160112_000679-1

Augnablik – Alda Dís Arnardóttir – Alma Guðmundsdóttir og James Wong

Eyrún: Það kom mér nákvæmlega ekkert á óvart að Alda Dís kæmist áfram, það var nánast gefið. Gaman að sjá hversu örugg hún var og flutningurinn allur til sóma. Lagið er algjört heilalím!
Hildur: Rétt eins og Eyrún bendir á kom það alls ekkert á óvart að Alda Dís kæmist áfram. Ég er þó alls ekki sammála um að lagið sé heilalím enda get ég aldrei munað hvernig það er og fer yfirleitt að syngja annað augnabliks lag úr Söngvakeppninni þegar ég reyni að rifja það upp. Alda gjörnelgdi þetta hins vegar á laugardaginn og verður klárlega í toppbaráttunni. 

Lögin sem sitja eftir:

ma_20160112_000674-1

Ótöluð orð – Erna Mist og Magnús Thorlacius

Eyrún: Fyrir laugardagskvöldið fannst mér ekki alveg ljóst hvort Spring yfir heiminn eða Ótöluð orð kæmust áfram. Umgjörð lagsins líktist helst til mikið framsetningu Common Linnets árið 2014 að mínu mati en þau voru óhemju krúttleg og stóðu sig vel.
Hildur: Þau stóðu sig vel á laugardagskvöldið en kom þó lítið á óvart að lagið hafi ekki komist áfram. Þó það sé fallegt er það frekar óeftirminnilegt og nær ekki alveg í gegn í sjónvarpinu. 

ma_20160112_000672-1

Óvær – Helgi Valur Ásgeirsson – Karl Olgeirsson

Eyrún: Óvænt ánægja að sjá glimmerið og glysið í þessu atriði og áhorfendur fengu sannarlega e-ð fyrir sinn snúð. En það var þó ekki nóg til að koma Helga Val í úrslitin, því miður.
Hildur: Ég varð ekki aðdáandi þessa lags fyrr en Helgi steig á svið á laugardaginn í glimmer gallanum með Bowie múvin og nelgdi þetta bara. Var eiginlega viss um að hann færi áfram eftir það en það varð ekki úr. 

maxresdefault (2)

Ég leiði þig heim – Pálmi Gunnarsson – Þórir Úlfarsson

Eyrún: Vonbrigði kvöldsins að sjá Pálma með nótnastatífið og óöruggan á texta lagsins. Annars solid flutningur. „Ég leiði tig heim“, hvað var það?
Hildur: Lagið fannst mér jafn leiðinlegt á laugardaginn eins og við hlustun áður. Nákvæmlega  ekkert eftirminnilegt við það nema Pálmi. 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s