Söngvakeppnin í 30 ár – 16. hluti: Um valárin 1995-2005

Eins skemmtileg og Söngvakeppnin er nú, er óumflýjanlegt að þátttaka Íslands í Júróvisjón hefur ekki bara falist í afrakstri Söngvakeppninnar, heldur einnig í flytjendum sem valdir voru sérstaklega fyrir Júróvisjón-keppnina. Hér fjöllum við aðeins um þetta tímabil í sögunni þegar lögin voru valin og kjósum að kalla þau valárin.

Til að taka af allan vafa eru árin sem um ræðir:

1995 – Björgvin HalldórssonNúna: Ed Welch, Bó Halldórsson og Örn Marinósson.
1996 – Anna Mjöll ÓlafsdóttirSjúbídú: Anna Mjöll Ólafsdóttir og Ólafur Gaukur Þórhallsson.
1997 – Páll Óskar HjálmtýssonMinn hinsti dans: Trausti Haraldsson og Páll Óskar.

1999 – Selma BjörnsdóttirAll out of luck: Selma Björnsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

2004 – JónsiHeaven: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Magnús Þór Sigmundsson.
2005 – Selma BjörnsdóttirIf I had your love: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Vignir Snær, Selma Björnsdóttir og Linda Thompson.

Allt á þetta fólk sameiginlegt að hafa verið beðið um að taka þátt af RÚV að Önnu Mjöll undanskilinni en árið 1996 var opið fyrir höfunda að senda inn lög en valnefnd innan Rúv valdi eitt lag til þátttöku án keppni. Lögin er misjöfn og hlutu afar misjafnt gengi; allt frá besta árangri Íslands í Júróvisjón (1999) og til þess lags sem komst ekki upp úr undankeppninni (2005). Gott gengi í Júróvisjón er því augljóslega ekki bundið við keppnafyrirkomulagið.

Hagræðingarráðstöfun?
Allar ákvarðanir um keppni eða enga keppni fara eftir fjárhagsgetu RÚV á hverju ári. Oft er um að ræða að Söngvakeppnin er sett í forgang sem stærsta verkefni ársins en önnur ár verður það, sem sumir kalla flaggskip RÚV, að víkja fyrir öðrum þáttum. Það er mjög stór hluti af hlutfallslega litlu dagskrárfjármagni sem fer í Söngvakeppnina eins og flestir vita. Inn í þá ákvörðun hefur án efa fleira spilað inn í; t.d. slakur árangur laga árin á undan eða að Júróvisjón þætti ekki nógu merkilegt sjónvarpsefni eða að uppskeran væri ekki eftir þeirri vinnu sem RÚV þyrfti að leggja í. Í dag hefur þó margt verið tekið inn í spilið s.s. auglýsinga, kosninga- og varningstekjur sem leggja lóð á vogarskálarnar.

Keppnafyrirkomulagið hvílt
Með því að sleppa Söngvakeppninni sem millilið og framleiðslu RÚV, virðist minni áhersla lögð á hið viðtekna menningarstofnunarhlutverk RÚV. Það sést einna best á því að lögin sem send voru eftir að tungumálareglurnar voru gefnar frjálsar 1999, voru öll á ensku.

Á þeim árum sem val fór fram í stað keppni voru það oftast höfundar FTT sem voru beðnir að senda viðkomandi flytjanda lög til að velja úr. Það er alveg skiljanleg ráðstöfun því að rökrétt er að veðja á prófessjónal listamenn fremur en óþekkta aðila þegar svona miklir fjármunir eru í húfi (þ.e. að senda lag, flytjendur og tæknifólk út í Júróvisjón). Þá fær flytjandi/lagahöfundur ákveðna upphæð og skilar svo inn vinnunni. Svo er aftur á móti um að ræða ákveðið „ástar/haturs“-samband milli listamanna og keppninnar, þar sem það orðspor fer af henni að hún sé hátíð meðalmennskunnar og moðpoppsins.

Aftur á móti getur samningsgerð við lagahöfunda og flytjendur verið snúin og í gegnum tíðina hefur t.d. ekki verið hægt að endursýna keppnina vegna samninga í tengslum við endursýningargjald við hvern flutning. Þess vegna hefur samningagerðin undanfarið snúist um að kaupa réttinn og geta sýnt og nýtt efnið að vild. Einnig þetta er í lágmarki ef keppni er sleppt og flytjandi handvalinn til að fara út.

Annar fylgifiskur keppna mætti kalla ákveðna „múgæsingu“ og Silvía Nótt 2006 kemur upp í hugann. Í hugum margra komst hún bara áfram í Júróvisjón því að krakkarnir á heimilunum kusu hana og með smölun atkvæða er tiltölulega auðvelt að velja einn ákveðinn flytjanda/lag sem stendur jafnvel fyrir hluti sem RÚV vill síður tengja sig við. Og við skulum nú ekki gleyma því að það er ekki íslenska þjóðin sem slík sem tekur þátt í Júróvisjón, heldur er það ríkisfjölmiðillinn RÚV sem verður að standa og falla með atriðinu sem er valið, eða sem RÚV velur til að senda út.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s