Söngvakeppnin í 30 ár – 13. hluti: Helga Möller

 

Helga Moller 1

Helgu Möller þarf vart að kynna fyrir aðdáendum Söngvakeppninnar. Hún kom fyrst fram í söngvakeppninni 1981 en snéri aftur 1990. Helga átti auðvitað viðkomu í Júróvisjon þarna á milli – árið 1986. Hún er í hugum margra eins og órjúfanlegur hluti af Söngvakeppninni og í minningunni söng hún fjölda laga. Þegar betur er að gáð söng hún samtals 4 lög í þremur keppnum, öll á árunum 1990-1992.

Söngvakeppnin 1981 og Júróvisjon 1986
Þegar blásið var til Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1981 voru fengnir sex söngvarar til að flytja lögin 30 sem í keppninni voru. Helga Möller var ein af þeim söngvurum en með henni voru Pálmi Gunnarsson, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Jóhann Helgason og Haukur Morthens. Á úrslitakvöldinu voru flutt 10 lög. Helga söng eitt þeirra Sýnir eftir Bergþóru Árnadóttur auk þess að syngja lagið Á heimleið í dúett með Pálma Gunnarssyni.

Helga var ekki meðal þeirra sex söngvara sem voru fengnir til að flytja lögin 10 í fyrstu Söngvakeppni Sjónvarpsins sem undankeppni fyrir Júróvisjon árið 1986. Hún, ásamt Eiríki Haukssyni, var hins vegar fengin til liðs við Pálma Gunnarsson til að flytja Gleðibankann í Bergen og úr varð Icy-tríóið.

Aftur í Söngvakeppnina
Árið 1990 snéri Helga aftur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún söng lagið Eitt lítið lag eftir Björn Björnsson og komst áfram í úrslistakeppnina af seinna undankvöldinu sem var haldið. Meðflytjendur hennar voru Ágúst Ragnarsson og Sigurður Vilberg Dagbjartsson en eins og glöggt má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan er Helga í algjöru aðalhlutverki og þeir Ágúst og Sigurður eingöngu auka bakraddir. Árangur Helgu var með ágætum en lagið endaði í 2. sæti á eftir Einu lagi enn. Keppnin var þó ekki um 1. sætið í þessari keppni enda sigraði Eitt lag enn með algjörum yfirburðum. Lag Helgu hafði hins vegar betur í keppninni um 2. sætið og hlaut 9 stigum meira en lagið Sú ást er heit í flutningi Björgvins Halldórssonar.

Helga mætti aftur til leiks árið 1991 og nú með lagið Í dag eftir Hörð G. Ólafsson og Aðalstein Ásberg Sigurðsson sem einnig eru höfundar Eins lags enn. Aftur mátti Helga láta sér nægja 2. sætið en eitt ástsælasta Söngvakeppnislag Íslendinga, Draumur um Nínu, sigraði með 21 stigi.

Þrátt fyrir að hafa lent í 2. sæti tvö ár í röð mætti Helga aftur til leiks í keppnina 1992 og nú með tvö lög. Bæði lögin söng hún í dúet með Karli Örvarsyni. Annað lagið, Einfalt mál var eftir þá félaga Hörð og Aðalstein Ásberg en seinna lagið, Þú um þig frá þér til þín var eftir engan annan en Ómar Ragnarsson. Keppnin þetta árið var hörð og niðurstaðan var sú að Einfalt mál endaði í 5. sæti með 48 stig en lagið Þú um þig frá þér til þín endaði í 8. sæti af níu lögum með 30 stig.

Helga Moller og Karl Olgeirsson 1

Helga Möller og Karl Olgeirsson flytja Einfalt mál árið 1992

Órjúfanlegur hluti
Þrátt fyrir að Helga hafi ekki keppt aftur í Söngvakeppninni er hún órjúfanlegur hluti af henni í hugum margra. Meðal annars kom Helga fram ásamt fjórum öðrum söngkonum í keppninni 2015 og söng lagið Heyr mína bæn (Non Ho l’eta). Segja má svo að Helga keppi óbeint í ár en dóttir hennar, Elísabet Ormslev, flytur lag eftir Grétu Salóme á öðru undankvöldinu.

heyr mina baen 2015


Birgitta, Sissa, Ingibjörg, Sigga og Helga flytja lagið Heyr mína bæn í Söngvakeppninni 2015

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s