Söngvakeppnin í 30 ár – 10. hluti: Kynnar Söngvakeppninnar

kynnR&G

Við undirbúning jafnstórrar framleiðslu/pródúksjónar og Söngvakeppnin er, þarf svo sannarlega að huga að óteljandi hlutum, þar á meðal að herlegheitin séu kynnt á skikkanlegan hátt.

Í gegnum tíðina telst okkur til að kynnar Söngvakeppninnar hafi verið 24 talsins, sem komið hafa fram á keppnunum sem eru 23 alls. Margir kynnar hafa komið fram oftar en einu sinni þó að ein beri höfuð og herðar yfir aðra – Ragnhildur Steinunn hefur verið aðalkynnir keppninnar alls 8 sinnum; öll árin frá 2007 að undanskildum árunum 2011 og 2012. Vel gert! Hún hefur þó notið liðsinnis annarra flest undanfarin ár og þær Guðrún Dís Emilsdóttir eru sannarlega orðnar kynnaparið sem flestir þekkja eftir undanfarin þrjú ár.

Á upphafsárunum voru þetta valinkunnir sjónvarpsmenn og leikarar sem fengnir voru í hlutverk kynnis og í kringum aldamótin fór Söngvakeppnin fram í þáttunum Stutt í spunann og Milli himins og jarðar (muniði?) og þá kynntu þáttastjórnendur keppnina.

Einnig má benda á að frá því að Páll Óskar byrjaði með þættina Alla leið í Sjónvarpinu árið 2008 hafi hann verið viðloðandi Söngvakeppnina og tvisvar brá hann sér í kynnahlutverkið á úrslitakvöldi keppninnar, árin 2011 og 2012. Palli og Júró eru eins og ristað brauð og kakómalt; smellpassa saman! 🙂

Hér er allsherjarlistinn yfir kynna Söngvakeppni Sjónvarpsins frá upphafi:

1986: Jónas R. Jónsson
1987: Kolbrún Halldórsdóttir
1988: Hermann Gunnarsson
1989: Jónas R. Jónsson
1990: Edda Andrésdóttir
1991: Valgeir Guðjónsson
1992: Sigrún Waage
1993: Steinn Ármann Magnússon
1994: Hemmi Gunn í þættinum Á tali

2000: Hera Björk Þórhallsdóttirog Hjálmar Hjálmarsson í þættinum Stutt í spunann
2001: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í þættinum Milli himins og jarðar

2003: Gísli Marteinn Baldursson og Logi Bergmann Eiðsson


2006: Brynhildur Guðjónsdóttir og Garðar Thór Cortes
2007: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
2008: Ragnhildur Steinunn og Gísli Einarsson
2009: Ragnhildur Steinunn og Eva María Jónsdóttir
2010: Ragnhildur Steinunn og Eva María
2011: Ragnhildur Steinunn, Guðmundur Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson á úrslitakvöldinu
2012: Brynja Þorgeirsdóttir og Páll Óskar á úrslitakvöldinu
2013: Guðrún Dís Emilsdóttir og Þórhallur Gunnarsson
2014: Gunna Dís og Ragnhildur Steinunn
2015: Salka Sól, Gunna Dís, Ragnhildur Steinunn
2016: Gunna Dís og Ragnhildur Steinunn

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s