Söngvakeppnin í 30 ár – 9. hluti: Eyjólfur Kristjánsson og níundi áratugurinn

Í hugum okkar margra er Eyjólfur Kristjánsson órjúfanlegur þáttur af Söngvakeppninni. Á þessum gullnu upphafsárum Söngvakeppninnar var hann líka jafn fastur liður og RÚV-merkið… muniði þegar það var vafið í lök? Við viljum tileinka Eyva einn pistil í þessu sagnfræðigrúski okkar, ef ekki fyrir annað en að hafa samið Nínuna okkar allra!

Fyrsta keppnin

Þegar tilkynnt var að til stæði að halda Söngvakeppni sem forkeppni Júróvisjón fóru allir helstu lagahöfundar á stúfana og sendu inn lög. Á þeim tíma var Eyvi óþekktur höfundur en hafði verið í þjóðlagahljómsveitinni Hálft í hvoru sem spilaði líka þjóðlagapopp. Hann átti eitt þeirra tíu laga sem komust í keppnina 1986, lagið Ég lifi í draumi, sem hann samdi fjórum árum áður en hafði ekki komið út opinberlega. Lagið hafnaði í 3. sæti og varð mjög vinsælt í flutningi Björgvins Halldórssonar og er það enn. Sú saga gekk að veðmál hefði verið á RÚV um hver ætti þetta lag. Menn héldu að Axel Einarsson ætti það, sem hafði þá nýverið komið með lagið Hjálpum þeim en það kom út stuttu áður, fyrir jólin 1985. Það var því nokkuð óvænt að umslagið sem opnað var innihélt nafn Eyjólfs Kristjánssonar. Lagið kom höfundinum á kortið þar sem allra augu voru á keppninni. Í kjölfarið fékk Eyvi tilboð frá Steinari Berg útgáfu um að gera sólóplötu með lögum sínum.

Með í Söngvakeppninni fimm ár í röð

Eyvi tók þátt í öllum Söngvakeppnunum næstu fimm árin, annaðhvort sem flytjandi eða höfundur, eða hvort tveggja. Árið 1987 söng hann lag Norðurljós eftir Gunnar Þórðarson, Eyvi átti ekkert lag í undankeppninni þá en lenti þar í 3. sæti. Árið 1988 var hann með tvö lög, söng eigið lag Ástarævintýri (á vetrarbraut), lag sem hann og Ingi Gunnar Jóhannsson sömdum. Í þeirri sömu keppni söng hann lagið Mánaskin eftir Guðmund Árnason, dúett á móti Sigrúnu Waage leikkonu. Öll þessi lög voru mjög ofarlega en aldrei náði Eyvi þó að vinna. Eyvi kom fram árið 1989 með Bítlavinafélaginu með Geirmundarlagið Alpatwist og lenti það í 2. sæti. Árið 1990 átti Eyvi lagið Austur eða vestur en komst ekki áfram en söng lag eftir Gísla Helgason sem hét Ég er að leita þín. Lögin voru bæði í úrslitum en þá stal Stjórnin sigrinum.

Hin ódauðlega Nína

Það var ekki fyrr en á sjötta árinu, 1991, sem hinum þrautseiga Eyva tókst að tryggja sigurinn með Drauminum um Nínu. Eyjólfur hefur sagt í viðtölum að hann skilji ekki vinsældir lagsins um Nínu þar sem lagið lenti nú í 15. sæti í keppninni. En svo virðist sem kynslóð eftir kynslóð taki ástfóstri við lagið og ekkert lát á vinsældunum.

Aðkoma Eyjólfs Kristjánssonar hefur verið lítil á undanförnum árum og síðast fór hann út fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngvari árið 2000. Spurning hvort við eigum eftir að sjá hann taka þátt enn á ný!

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s