Söngvakeppnin í 30 ár – 8.hluti: Annað sætið

Á okkar þrjátíu ára ferli í Júróvisjón hefur íslensku keppendunum tvisvar sinnum tekist að komast í topp þrjú, þ.e. annað sætið. Auðvitað kom rauði kjóllinn hennar Siggu þeim Grétari svo í 4. sætið (ehemm… já og frammistaðan og lagið auðvitað)!

Júróspekúlantar hafa rætt um að þessi frammistaða í keppninni geri Íslendinga með sigursælli þjóðum sem aldrei hafa unnið keppnina.

Það er gaman að taka fyrir og rýna besta árangur Íslands í Júróvisjón 1999 og 2009. Fyrir það fyrsta kepptu Selma og Jóhanna Guðrún með nákvæmlega tíu ára millibili og með þá tölfræði að leiðarljósi ætti e-ð mikið að gerast í keppninni hjá okkur 2019! Samanburðurinn verður líka skemmtilegur með því að Selma var valin sem fulltrúi okkar en Jóhanna Guðrún tók þátt í Söngvakeppninni sem forkeppni Júróvisjón. Þær eru þó báðar ungar konur (Selma 24 ára en Jóhanna Guðrún 18 ára) með sterk en afskaplega ólík lög eftir karlmenn og voru áberandi í klæðaburði!

1999: Þegar Selma rétt missti af sigrinum

Árið 1999 var um margt einstakt ár í Júróvisjón þar sem leyfilegt var að syngja á ensku aftur eftir nokkurt hlé. RÚV leitaði til Selmu Björnsdóttur með að flytja lag fyrir hönd Íslands í Júróvisjón-keppninni í Jerúsalem í Ísrael, en hún var þá þáttastjórnandi í Sjónvarpinu. Selma sagðist í viðtali við DV í mars 1999 hafa tekið sér nokkurra daga umhugsunarfrest en hafi loks slegið til því að hún mátti velja lagahöfund sér til fulltingis og valdi þá Þorvald Bjarna félaga sinn. Hún sagði einnig að þar sem Eurovision-keppnin væri í naflaskoðun og ákveðin þróun hefði átt sér stað, væri það meira í anda þeirrar tónlistar sem henni líkaði og hún væri að vinna að með Þorvaldi Bjarna og það hefði ýtt undir áhuga sinn á keppninni. Lagið varð hresst upbeat-lag með skrítnum texta. Ákveðið var að flytja lagið á ensku og vakti það nokkuð sterk viðbrögð og var skrifað um í blöðunum.

Screen Shot 2016-02-07 at 23.01.20

Af forsíðu Dags 19. mars 1999 (timarit.is)

Lagið var ekki frumflutt í Sjónvarpinu fyrr en föstudaginn 9. apríl, en Eurovision var haldin 29. maí. Þetta var meðvituð ákvörðun að sögn Selmu því að þau vildu ekki setja lagið í spilun of snemma svo að ekki væri komin þreyta í það þegar keppnin loksins yrði haldin.

Í fyrsta sinn frá upphafi þátttöku í Eurovision hafði árangur Íslands verið framúrskarandi góður, og nánast skilað sigri og því voru vonbrigðin mikil þegar ljóst var að annað sætið var staðreynd. Menn létu þó ekki bugast og stóðu þétt við bakið á Selmu sem þótti hafa skilað pottþéttum flutningi en Evrópa ekki kunnað að meta hana sem skyldi. Dæmi um það er auglýsing úr DV tveimur dögum eftir keppnina:

Screen Shot 2016-02-07 at 22.13.00

Úr DV, 31. maí 1999 – daginn eftir ósigurinn í Jerúsalem

2009: Jóhanna Guðrún, blái kjóllinn og höfrungurinn 

Jóhanna Guðrún tók þátt í Söngvakeppninni 2009 á 1. undankvöldinu og komst þar áfram í úrslitin ásamt Edgari Smára með lagið The kiss we never kissed. Ballaða Óskars Páls Sveinssonar, Is it true? bar sigur úr býtum og var þar með fyrsta ballaðan í mörg ár. Fjölmiðlar fjölluðu mikið um barnastjörnuna Jóhönnu sem var loksins vaxin úr grasi og orðin glæsilegur fulltrúi í Júróvisjón.

Framganga íslenska hópsins þótti heppnast með afbrigðum vel úti í Moskvu og þó að Jóhanna sjálf færi varlega í yfirlýsingar um framhaldið voru aðrir í íslenska hópnum ekki í neinum vafa um að Ísland myndi lenda í einu af fimm efstu sætunum. Meðbyrinn var áþreifanlegur og mikið nefndur í viðtölum. Ísland var dregið síðast upp úr umslögunum í undankeppninni sem eftir á að hyggja er hægt að túlka sem mjög góða vísbendingu um hversu vel laginu var tekið.

Þrátt fyrir að eiga ekki séns í Rybakkinn, var Jóhanna Guðrún ótvíræður silfurhafi 2009 og fékk því fallegar móttökur á Austurvelli með sérstakri athöfn að viðstöddum um 3000 manns sem fögnuðu henni í góða veðrinu.

Screen Shot 2016-02-07 at 22.09.53

Úr DV, 12. janúar 2009 (timarit.is)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s