Eftir fyrra undankvöld Söngvakeppninnar 2016

Við höfum verið á kafi í sagnfræðinni og lítið spáð í Söngvakeppnina í ár en að sjálfsögðu vorum við báðar í salnum í Háskólabíói á laugardaginn var og skemmtum okkur konunglega!

Hér eru okkar pælingar um það sem fram fór á laugardaginn.

Lögin sem komust áfram:

ma_20160112_000678-1

Raddirnar – Greta Salóme

Eyrún: Stórfínt lagið hennar Gretu, grípandi og ýmis element í því sem henta hinu fullkomna júróvisjón-lagi; minnir á hitt og þetta annað en er samt sitt eigið. Vissulega var atriðið á laugardaginn í þeim anda, minnti á hitt og þetta. Greta er þó firnasterk í þessari keppni og ég hlakka til að sjá hana í Laugardalshöllinni. Hún var bókuð áfram að mínu mati.
Hildur: Ég varð hrifnari og hrifnari af þessu lagi þegar frá leið og var alveg 100% viss um að hún kæmist áfram. Lagið er sterkt, Greta pottþéttur flytjandi með allt sitt á hreinu og veit náttúrlega nákvæmlega hvernig þetta virkar allt saman! Hún verður í toppbaráttunni í úrslitunum.

ma_20160112_000683-1

Hugur minn er – Erna Hrönn & Hjörtur – Þórunn Erna Clausen

Eyrún: Þó að ég sé áköf Ernu Hrannar-kona var ég ekkert stórhrifin af þessu lagi þegar ég heyrði það fyrst. Þetta lag hefur samt sem áður vaxið við hverja hlustun og eftir að hafa heyrt Ernu Hrönn rústa þessu á laugardaginn kom það mér ekki á óvart að þau kæmust áfram.
Hildur: Líkt og Eyrún var ég ekki hrifin af laginu í upphafi en það óx og óx og ég er búin að vera með það á heilanum frá því á laugardagskvöldið. Erna er náttúrlega einn af okkar betri söngvurum og neglir þetta eins og henni einni er lagið með Hjört sér við hlið. 

ma_20160112_000681-1

Óstöðvandi – Karlotta Sigurðardóttir – YlvaLinda og Kristinn Sturluson

Eyrún: Húkkurinn í laginu greip mig við fyrstu hlustun sem og að það var allt öðruvísi en hin lögin (sænska elementið sennilega). Hún negldi algjörlega flutninginn á laugardaginn og það verður spennandi að fylgjast með henni í úrslitunum!
Hildur: Þetta er eitt af þeim lögum sem ég gleymdi alltaf í keppninni og þess vegna kom það mér á óvart að það væri áfram. Lagið er hins vegar með eithvað element (líklega það sænska eins og Eyrún benti á!) sem er öðruvísi og Karlotta flytjandi sem vert er að fylgjast með.

Lögin sem sitja eftir:

ma_20160112_000682-1

Kreisí – Sigga Eyrún – Karl Olgeirsson og Sigga Eyrún

Eyrún: Kommon fólk, af hverju ekki að hleypa Siggu Eyrúnu í úrslitin? Skemmtanagildið í atriðinu (og laginu líka) er svo ótvírætt að júróvisjónið drýpur af því! Mér fannst Sigga og dansararnir standa sig frábærlega og hélt pínu með þeim á laugardaginn. En svona er þetta nú!
Hildur: Ég var svo viss um að lagið færi áfram að það urðu vonbrigði að sjá það ekki fljúga hreinlega í úrslitin! Lagið er náttúrlega alveg kreisí og ágengt og líklega eru ekki allir sem fíla það. Ég saknaði þess hins vegar í flutningum að Sigga Eyrún sjálf væri ekki meira kreisí!

eva_lead

Ég sé þig – Hljómsveitin Eva

Eyrún: Eina lagið sem ég virkilega sé eftir að hafi ekki komist áfram. Þvílíkir snillingar sem þær stöllur eru – og ég er virkilega ánægð með þær að hafa skellt sér í keppnina því að PR-ið lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að þær hafi ekki komist áfram! Ef wild-card-atriðið verður valið af fyrra kvöldinu, á hljómsveitin Eva það skuldlaust!
Hildur: Þær eru alveg dásamlegar þær Evu stöllur, eru ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Ég varð þó fyrir smá vonbrigðum með þetta framlag þeirra, þó skilaboðin séu góð. Sviðsmyndin var hins vegar frábær og við sem sátum í Háskólabíói fengum að njóta hennar betur en fólkið heima í stofu. Bíð spennt eftir að sjá Hljómsveitina Evu aftur einhvern tíma í Söngvakeppninni!

ma_20160112_000676-1

Fátækur námsmaður – Ingólfur Þórarinsson

Eyrún: Jáh, ég hafði ekki mikið álit á laginu fyrir fram en það var nokkuð skemmtilegt með A-liðinu á sviðinu á laugardaginn. Ingó er hressandi en átti ekki erindi í úrslitin að mínu mati. 
Hildur: Þetta var eitt af fáum lögum sem ég greip alveg frá upphafi. Sveitaballahúkkurinn nær svo oft til mín og textinn er skemmtilegur. Sviðsetning var mjög skemmtileg og lífgaði enn meira upp á þetta allt saman. Kom mér svolítið á óvart að Ingó hafi ekki farið áfram þó ég, þrátt fyrir allt, muni ekki endilega sakna lagsins í úrslitunum. 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s