Söngvakeppnin í 30 ár – 7. hluti: Sigga Beinteins

Sigríður Beinteinsdóttir er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. Hún steig fram á sjónarsviðið á seinni hluta 9. áratugarins, söng í sýningum á Hótel Íslandi, t.d. sýningunni Rokkskór og bítlahár, og með hljómsveitinni Kick. Það var þó ekki fyrr en hún gekk til liðs við Stjórnina að hún sló í gegn. Stjórnin tók þátt í Landslaginu árið 1989 og eftir sigur í þeirri keppni með lagið Við eigum samleið, jukust vinsældir þeirra jafnt og þétt. En Sigga var ekki bara í Stjórninni heldur á fullu í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Sigga tók nokkrum sinnum þátt í Söngvakeppninni og er sá flytjandi sem oftast hefur tekið þátt í Júróvisjón fyrir okkar hönd.

Fyrsta skiptið – glæsilegur árangur
Sigga tók í fyrsta skipti þátt í Söngvakeppninni árið 1990. Hún lét sér ekki nægja að syngja eitt lag, heldur söng hún tvö lög, bæði í dúett með félaga sínum úr Stjórninni, Grétari Örvarssyni. Örlög laga hennar þetta árið gátu ekki farið ólíkari leið. Meðan lagið Ef ekki er til nein ást eftir Jóhann G. Jóhannsson komst ekki áfram úr undanúrslitaþætti komst lagið Eitt lag enn alla leið á toppinn og sigraði keppnina með 129 stig. Lagið í 2. sæti, Eitt lítið lag í flutningi Helgu Möller, fékk aðeins 67 stig. Siggu og Grétari bauðst hins vegar upphaflega að syngja Eitt lítið lag en ákváðu að einbeita sér eingöngu að tveimur lögum í keppninni þetta árið.

Sigga lét sér ekki nægja að taka þátt í fyrsta skipti í Söngvakeppninni og sigra hana heldur náði hún ásamt Grétari 4. sætinu í Júróvisjón í Zagreb um vorið og ná þá allra besta árangri Íslands í keppninni til þessa.

Annað skiptið – áfram í dúett
Sigga var ekkert að reyna of oft að ná góðum árangri í Söngvakeppninni því að næst þegar hún steig þar á svið var árið 1992. Þá flutti hún lagið Nei eða já í félagi við Sigrúnu Evu Ármannsdóttur. Það er skemmst frá því að segja að lagið malaði keppninni. Kjör fór fram í 8 dómefndum, einni í hverju kjördæmi landsins og gáfu þær allar laginu Nei eða já, 10 eða 12 stig. Heildarstigafjöldi var því 92 stig en lagið Karen kom á eftir með 80 stig.

Rétt eins og árið 1990 lét árangur Siggu ekki á sér standa því þær Sigrún Eva náðu hvorki meira né minna en 7. sætinu í Júróvisjón.

Nei eda ja _ Vikan

Úr Vikunni 52. árg., 5.tbl., bls 4

Aftur í júróvision
Sigga tók í raun ekki þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1994. Það var Sigrún Eva Ármannsdóttir sem tók þátt með laginu Nætur sem kom, sá og sigraði í keppni þriggja laga. Það var hins vegar ákveðið að Sigga myndi syngja lagið í Júróvisjón um vorið og varð því úr að Sigga fór í þriðja skipti fyrir okkar hönd í Júróvisjón á aðeins 5 árum.

Þrátt fyrir að Sigga hafi ekki farið aftur í Júróvisjón sem aðalsöngvari var þátttöku hennar í Söngvakeppninni og Júrovisjón hvergi nærri lokið. Það liðu 12 ár þar til að við sáum hana aftur á sviðinu í Söngvakeppninni. Árið 2006 birtist Sigga aftur á sviði Söngvakeppninnar, nú í bakröddum. Það var fyrir enga aðra en Silvíu Nótt sem Sigga söng bakraddir og fylgdi hún henni alla leið til Aþenu. Hver veit hvenær við fáum að sjá Siggu aftur í Söngvakeppninni!?

bakraddir silviu naetur

Bakraddir Silvíu Nætur 2006

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s