Söngvakeppnin í 30 ár – 3. hluti: Endalaus „Augnablik“?

hqdefault (1)      mqdefault

Í þau þrjátíu ár sem Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur lifað með íslensku þjóðinni hafa hundruð íslenskra dægurlaga orðið til, flest þeirra á íslensku. Það hefur verið eitt helsta einkenni þessarar lagakeppni menningarstofnunarinnar RÚV að ganga út frá íslenskum texta laganna sem frumflutt eru í keppninni. Óhjákvæmlegur fylgifiskur þess er að endurtekningar geta komið fyrir… trekk í trekk jafnvel!

Við kynningu á lögunum í Söngvakeppninni 2016 urðum við varar við óánægjuraddir með heiti lagsins Augnablik einmitt vegna þessa – þetta væri gjörsamlega ofnotað lagaheiti!

Þegar við skoðum þetta nánar er ljóst að 3 lög í sögu Söngvakeppninnar hafa borið heitið (auk eins sem hét (Milljón) augnablik), þ.e. ca. eitt á hverjum tíu árum. Nema að þessi lög hafa öll komið á síðustu þremur árum. Og tvö þeirra eftir sama höfund (hæ Sveinn Rúnar!)

Augnablik – Erna Hrönn 2013
Augnablik – Stefanía Svavarsdóttir 2015
Milljón augnablik – Haukur Heiðar 2015
Augnablik – Alda Dís 2016

ma_20160112_000679-1

En er þetta þá vinsælasta hugmyndin að lagaheiti? Hefur frumleikinn almennt verið við völd þegar kemur að lagaheitum?

Jah, tvö ár í röð (2013-2014) kom lag í Söngvakeppnina sem hét Til þín.

Til þín – Jógvan og Stefanía 2013
Til þín – Guðrún Árný 2014

Allt og Aldrei virðast vera nánast jafnvinsæl í lagaheitum (4 og 5). Birgitta söng um að segja allt 2003 t.d. og Erna Gunnars gleymdi aldrei 1986 (og við ekki henni!)

Segðu mér allt – Birgitta 2003
Allt – Höskuldur Örn Lárusson 2003
Allt eða ekkert – Finnur Jóhannsson 2007
Þú gafst mér allt – Bergþór Smári 2007

Aldrei ég gleymi – Erna Gunnars 1986
Orðin komu aldrei – Snorri 2007

Aldrei sleppir mér – Gréta Salóme 2012
Aldrei segja aldrei – Íris Lind Verudóttir 2012

Aldrei of seint – Regína Ósk 2015

Lag og líf eru líka prýðileg lagaheiti, ef marka má fjölda laga sem bera slík heiti. Þar hefur þó líf vinninginn með 9 heiti sem vísa í lífið.  Ást nær líka á blað með 6 lagaheiti:

Syngdu lag – Pálmi Gunnars 1986
Eitt lag enn  – Stjórnin 1990

Lífið er lag – Model 1987
Lagið þitt – Böddi og JJ Soul Band 2011
Eftir eitt lag – Greta Mjöll 2014

Ég leyni minni ást – Björgvin 1987
Sumarást – Jóhanna Linnet 1987
Ástarævintýri (Á vetrarbraut) – Eyvi og Ingi Gunnar 1988
Ást á skítugum skóm – Rúnni Júl 2003
Ástin mín eina – Erna Hrönn 2011
Eilíf ást – Hebbi 2012

Lífsdansinn – Björgvin og Erna 1987
Lífið er lag – Model 1987
Lengi lifi lífið – Sissa og Jóhannes Eiðsson 1991
Fullkomið líf – Eurobandið 2008
Lífsins leið – Áslaug Helga 2008
Ég trúi á betra líf – Magni 2011
Ég á líf – Eyþór Ingi 2013
Lífið snýst – Svavar Knútur og Hreindís Ylva 2013
Lífið kviknar á ný – Sigga Eyrún 2014

Það verður þó að segjast alveg eins og er að klisjukenndustu (og um leið vinsælustu) lagaheitin eru þau sem fjalla um mig (ég) (17) og þig (þú) (13):

Aldrei ég gleymi – Erna Gunnars 1987
Ég leyni minni ást – Björgvin 1987
Ég bý hér enn – Ingunn Gylfa 1993
Hvar ég enda – Þóra Gísla 2003
Þú og ég (er ég anda) – Hansa 2003
Á ég – Bjartmar 2006
Ég hef fengið nóg -Ellert og Von 2007
Ég les í lófa þínum – Eiki 2007
Ég og heilinn minn – Heiða 2007
Núna veit ég – Magni og Birgitta 2007
Ef ég hefði vængi – Halli Reynis 2011
Ég lofa – Jógvan 2011
Ég trúi á betra líf – Magni 2011
Ég kem með – Ellert 2012
Ég á líf – Eyþór Ingi 2013
Ég syng – Unnur Eggerts 2013
Þangað til ég dey – F.U.N.K 2014

Þú og þeir – Stormsker og Stebbi 1988
Þú leiddir mig í ljós – Jóhanna Linnet 1989
Þú, um þig, frá þér, til þín – Helga Möller og Karl Örvarsson 1992
Þú mátt mig engu leyna – Margrét Eir 1992
Þú – Hreimur 2003
Þú og ég (er ég anda) – Hansa 2003
Engin eins og þú – Heiða Ólafs 2007
Þú gafst mér allt – Bergþór Smári 2007
Þú tryllir mig – Hafsteinn Þórólfsson 2007
Hvað var það sem þú sást í honum? – Baggalútur 2008
Þú – Jóhanna Guðrún 2013
Elsku þú – Vignir Snær 2014
Þú leitar líka að mér – Hinemoa 2015

Svo er augljóst að það hefur gefist vel að klístra nokkrum af þessum vinsælu orðum saman í eitt lagaheiti. Lagið sem einhvern dreymir um að senda í Söngvakeppnina 2017 gæti því heitið á íslensku: „Ég elska þig allt mitt líf en aldrei lag“

Eitt skemmtilegasta lagaheitið er á lagi sungnu af Sigríði Guðnadóttur í Söngvakeppninni 1991. Það ber hið stórkostlega og undarlega nafn: Mér þykir rétt að þú fáir að vita (*dramatískur trommusláttur*)

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s