Söngvakeppnin í 30 ár – 2. hluti: 1988

Við stökkvum nú til ársins 1988, þriðju keppni Söngvakeppni Sjónvarpsins sem undankeppni fyrir Júróvisjon. Fyrsta keppnin var haldin 1986 þegar Gleðibankinn kom sá og sigraði og Júróvisjon-æði rann á þjóðina, allir full vissir um að Ísland myndi sigra. Þó gengið hafi verið verra en menn áætluðu 1986 var þjóðin full bjartsýni árið 1987 þegar Valgeri Guðjónsson vann með laginu sínu Hægt og hljótt í flutningi Höllu Margrétar en lenti aftur í 16. sæti.

Þegar komið var til ársins 1988 virtist sem svo að það væru ekki allir jafn bjartsýnir og áður og innanbúðar fólk hjá RÚV þegar farið að efast um þátttöku Íslands í Júrovisjon. Meðal annars var haft eftir Hrafni Gunnlaugssyni á blaðamannafundi þann 22. janúar 1988, þar sem lögin í keppninni voru kynnt, að ekki væri hægt að líta á þátttöku Íslands í Júróvisjon sem sjálfgefna. Keppni var þó haldin árið 1988 með svipuðu sniði og árið áður.

Keppni nýliðanna
Eftir að hrun var í innsendum lög milli áranna 1986 og 1987 (287 og 59) jókst nú aðeins fjöldi innsendra laga sem var árið 1988 samtals 117. Eins og áður voru 10 lög valin úr þeim hópi til keppni. Þegar ljóst var hverjir voru höfundar þessara 10 laga var ljóst all margir nýliðar voru meðal höfunda. Sjö höfundar af þeim 11 höfundum sem skráðir voru fyrir lögun 10 voru nýliðar og sumir þeirra í raun ekki mikið þekktir á þessum tíma. Meðal nýliðanna voru Valgeir Skagfjörð, Grétar Örvarsson og Magnús Kjartansson. Inn á milli nýliðanna var þó að nokkra finna ,,gamalreynda“ höfunda í keppnin m.a. Eyjólf Kristjánsson, Gunnar Þórðarson og Geirmund Valtýsson.

Nokkuð var einnig um nýja flytjendur þó gömlu keppurnar Björgvin Halldórsson og Pálmi Gunnarsson hafi einnig tekið þátt. Guðrún Gunnarsdóttir söng lag þáverandi eiginmanns síns, Valgeirs Skagfjörðs, Dag eftir dag sem er eitt af þeim lögum sem enn lifir úr keppninni. Þá steig Bjarni Arason á stokk ásamt Sigrúnu Waage og Grétari Örvarssyni í fyrsta skipti en Bjarni og Grétar áttu eftir að taka oftar þátt og með betra árangri. Tveir menn tóku einnig þátt í fyrsta sinn þeir, Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarson. Saman fluttu þeir lag Sverris , Þú og þeir, betur þekkt sem Sókrates sem var nafn lagsins í Júróvisjon í Dublin um vorið. Sverrir hafði vakið nokkra athygli fyrir þátttöku sína í keppninni, einkum fyrir klúrna texta, en virðist hafa fallið vel í kramið hjá þjóðinni.

Hofundar_1988

Morgunblaðið, 26. janúar 1988, bls. 15

Fullt hús stiga
Fyrirkomulag kosningar í keppninn var það sama og kynnt hafði verið til leiks árið áður. Fór hún þannig fram að settar  voru á fót 11 manna dómnefndir í öllum kjördæmum landsins. Í dómnefndum máttu eingöngu sitja leikmenn og áttu þær að vera þverskurður af íbúum kjördæmanna. Hver dómnefndarmaður kaus fyrir sig og stigin síðan tekin saman og lögunum gefin 1-12 stig líkt og í Júróvisjon sjálfir. Árið 1987 hafði þetta fyrirkomulag leitt til spennandi stigagjafar þar sem Lífið er lag með hljómsveitinni Módel og Hægt og hljótt í flutningi Höllu Margrétar bitust um fyrsta sætið.

Nú var hins vegar lítil spenna og strax ljóst hvert stemmdi. Stigagjöfin dreifðist nokkuð á milli flestra laga að lagi Sverri Stormskers undanskildu sem fékk 12 stig úr öllum kjördæmum landsins. Athygli vakti að Sverrir fékk meira að segja 12 stig úr Norðulandskjördæmi Vestra, höfuðvígi Geirmundar Valtýssonar sem einnig átti lag í keppninni. Samtals fékk því lagið Þú og þeir 96 og þar með fullt hús stiga. Nokkuð var hins vegar barist um annað sætið en það var lagið Ástarævintýri eftir Eyjólf Kristjánsson og Inga Gunnar Jóhannsson í flutningi þeirra beggja hlaut sætið með 63 stig. Fasta á hæla þess var lagið Mánaskin eftir Guðmund Árnason sem hlaut 61 stig, fullt af Sigrúnu Waage og Eyjólfi Kristjánssyni. Í fjórða sæti var svo sveifla Geirmundar þettar árið, Látum söngin hljóma, einnig í flutningi Stefáns Hilmarssonar, með 57 stig.

 

Bongóblíða
Þrátt fyrir að all nokkur lög hafi lifað góðu lífi eftir keppnina var eitt sem skar sig úr og varð að hálf-gerðu költ lagi úr Söngvakeppninni. Lagið er að sjálfsögðu Sólarsamba eftir Magnús Kjartansson. Lagsins er minnst fyrir margar sakir en tvennt verður að teljast standa upp úr.

Í fyrsta lagi kom orðið ,,bongóblíða“ fyrir í texta lagsins. Oft hefur verið talið að um nýyrðasmíð hafi að ræða hjá textahöfundinum Halldóri Gunnarssyni en ekki eru allir sammála um það. Hvort sem orðið var nýyrði eða ekki er ljóst að notkun þess jókst í kjölfarið og margir sem nýta sér það við lýsingu á sérstaklega góðu veðri. Í öðru lagi er Sólarsamba eftirminnilegt fyrir það að í fyrsta skipti í Söngvakeppninni var slegið á létta strengi og dansað á mörkum grínsins í lagi sem keppti en grínlög hafa skotið upp kollinum með reglulegu millibili síðan.

Það er ekki hægt að segja skilið við Sólarsömbu og keppnina 1988 án þess að minnast á Margréti Gauju, dóttur Magnúsar Kjartanssonar sem flutti Sólarsömbuna með pabba sínum á sviðinu. Margrét var 12 ára þarna og virtist hafa lítt gaman af þessu uppátæki pabba síns að fá hana með sé á sviðið.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s