Þessa höfunda myndum við vilja sjá í Söngvakeppni Sjónvarpsins

songvakeppni sjónvarspins

Júróvisjon-vertíðinni 2015 lýkur nú í kvöld þegar við fáum að vita hver vinnur keppnina. Það þýðir bara eitt, það er ekki seinna vænna en að fara að huga að næstu vertíð!

Það eru eingöngu nokkrir mánuðir í að RÚV hefji að leita framlag fyrir Söngvakeppnina 2016, verði hún haldinn, og því ekki úr vegi að velta aðeins fyrir sér hvaða lagahöfunda væri gaman að sjá í þeirri keppni. AUJ á sér draum um að sjá nokkra höfunda í Söngvakeppninni bæði höfunda sem hafa tekið þátt áður sem og nýja. Við tókum saman drauma line-uppið fyrir úrslitakeppnina 2016.

Svala Björgvins, tók þátt í Laugardagslögunum veturinn 2007-2008. Hún var ein af þeim höfundum sem voru beðnir um að taka þátt og semja þrjú lög fyrir þáttinn. Það gerði Svala að sjálfsögðu, samdi tvær ballögður, If I ever fall in love again, I want be home to night og poppsmellinn The Wiggle wiggle song sem Haffi Haff söng og var nálægt því að komast í úrslit. Flest þessara laga eru ólík því sem hún gerir núna með hljómsveitinni sinni Steed Lord. Svala er því fjölhæf í tónlistarsköpun og því næsta víst að hún gæti auðveldlega hnoðað saman einu frábæru júróvisjon lagi!

Berndsen sagði í þættinum Árið er á Rás 2 að hann hefði verið að hugsa um að senda lagið Too late í júróvisjon. Það lag endaði hins vegar á mikilli diskódansplötu sem hann gerði með Þórunni Antoníu og Hermigervill hjálpaði til við. Berndsen hefur gert tvær plötur og er þekktur fyrir synthahljóðheim sem minnir á 9. áratuginn. Bendsen og Hermigervill hafa mikið unnið saman og því næsta víst að ef þeir hentu saman í júróvisjon lag yrði það frábært!

FM Belfast er líklega besta partýhljómsveit nú um mundir. Þau þurfa bara að stíga á svið og byrja og þá breytist allt í tryllt danspartý. Þau hafa gefið frá sér þrjár plötur, fullar af smellum. Hver vill ekki brjálað glimmer glans partý í júróvisjon?

Byrta frá Færeyjum eru geggjað dúó sem semur fjári gott popp. Þau hafa gaman af glitrandi búningum og stemmningu og eru því tilvalin til að gera júróvisjon lag! Líklega þyrftu þau að fá íslenskan höfund í lið með sér en það er hægt um vik hjá þeim enda hefur Janus verið lengi í músík senunni á Íslandi. Til að mynda vinnur hann með Ólafi Arnalds undir nafninu Kiosmos en þeir hafa einmitt gert plötu með Friðriki Dór.

Trausti Bjarnason hefur nokkrum sinnum átt lag í Söngvakeppninni. Hann er algjör snillingur í að semja power ballöður og því væri ekki leiðinlegt að sjá hann hnoða í eina slíka í viðbót og vera með! Hver man ekki eftir Andvaka sem Guðrún Árný söng eða Þér við hlið sem Regína Ósk söng?

Skálmöld þarf nú varla að kynna fyrir neinum. Þeim hefur tekist að heilla fleiri en rokkáhugafólk með þjóðlagaskotnu þungarokkinu. Svo er Snæbjörn bassaleikari þeirra vanur í júróvisjon eftir frækna ferð með Pollapönki í fyrra!

Örlygur Smári er náttúrleg alvanur í Júrovisjon og líklega fáir sem hafa átt fleiri lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins en hann. Hann er langbestur í góðum júródanssmellum eins og This is my life! Svo má ekki gleyma því að hann er einn af höfundum Alls fyrir ástina með Páli Óskari!

Mammút og Júróvisjon eru líklega orð sem eru sjaldan notuð saman í setningu. Það má hins vegar vel hugsa sér að Mammút kæmi vel út í júróvisjon. Tónlistin þeirra er rokkuð en um leið mjúk og oft á tíðum mystísk og hittir beint í mark!

Amabadama kom sá og sigraði íslenska tónlistamarkaðinn sumarið 2014 með smellinum Hossa hossa. Reggí sést ekki mikið í júróvisjon en kannski er bara tími til komin og þá væru engir betur til þess fallnir en krakkarnir í Amabadama!

Páll Óskar er náttúrlega kóngurinn og það vilja allir fá hann aftur í Júrovisjon. Hann og Örlygur Smári ættu kannski bara að taka höndum saman og smella í góðan slagara, þeir myndu rústa þessu öllu!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s