Sögustund AUJ: Uppáhaldslög Júró-nörda dagsins

pizap.com14317054031081

Nú í ár er þessi síða fimm ára og að því tilefni fannst okkur tilvalið að glugga aðeins í gamalt efni. Allt frá byrjun þar til í fyrra vorum við með lið sem við kölluðum Júró-nörd dagsins. Undir þeim lið fengum við allskonar júró-nörda til þess að svara nokkrum spurningum um keppnina. Meðal spurninga sem við höfum alltaf spurt er hvað sé besta júróvisjon lag allra tíma.

Hugmyndin hér var fyrst að taka saman þrjú vinsælustu uppáhaldslögin frá júró-nördunum. Þegar við fórum hins vegar að grafast fyrir um þau kom í ljós að það er enginn afgerandi sigurvegari! Við skoðuðum um 39 júró-nörda og samtals nefndu þeir 58 lög! Þetta kann að hljóma undarlega fyrir þá sem ekki fylgjast mikið með keppninni en auðvitað getum við nördarnir ekki alltaf bara nefnt eitt lag sem það besta og nefndu því margir meira en eitt og meira en tvö lög.

Þessi 58 lög voru frá 26 löndum. Þar af voru felst frá Svíþjóð og Ítalíu eða samtals 6 lög frá hvorri þjóð. Næst á eftir voru Danmörk, Noregur og Írland með fjögur lög hvert. Af þessum 58 lögum sem nefnd voru, voru tvö lög sem voru nefnd oftast, en þó ekki nema fimm og sex sinnum. Það kemur fáum á óvart að það sem oftast var nefnt, eða sex sinnum sé lagið Waterloo sem Abba vann með árið 1974 enda hefur það verið kosið besta júróvisjon lag allra tíma. Fast á hæla Waterloo var lagið Lane Moje eftir Zjelko Joksimovic og keppti fyrir Serbíu og Svartfjallaland árið 2004.  Lögin All kinds of everything og Eres tu voru þar á eftir eða nefnd fjórum sinnum. Önnur lög voru nefnd sjaldnar og í heildina voru 33 lög sem voru bara nefnd einu sinni.

Listinn var afar fjölbreyttur eins og sjá má hér fyrir neðan og mörg lögin komu okkur alls ekki á óvart enda úr ótal lögum að velja. Það voru þó nokkur sem okkur hefði aldrei dottið sjálfum í hug! Kíkjum á nokkur.

Kan með Duo Datz frá Ísrael keppti árið 1991. Lagið lenti í 3. sæti á eftir C’est Le Dernier Qui A Parlé Qui A Raison frá Frakklandi og auðvitað sjálfri Carolu með Fänget av en stormvind.

Það muna efalaust margir eftir þessu framlagi Norðmanna frá árinu 2000 þó fáir segi líkleg að það sé þeirra uppáhald! Þær Charmed stúlkur lentu í 11. sæti.

Strax á árið eftir að Norðmenn sendu Charmed sendur Rússar stórhljómsveitina Mummiy Troll og fluttu þeir lagið Lady Alpine Blue og lentu í 12. sæti.

Andorra hefur sannarlega ekki riðið feitum hesti frá keppninni. Einn júró-nördinn nefndi þó lag frá Andorra sem sitt uppáhalds og var það lagið Sense Tu frá árinu 2006.

Þessi óperubakraddaskotni80’ssynthaslagari var líka nefndur einu sinni en hann sendu Ítalir árið 1984 og lentu í 5. sæti.

Einhverjum gæti þótt það undarlegt að Euphoria komist ekki á listann er það líklega ekki til að segja neitt um vinsældir þess hjá júró-nördunum enda var mestur fjöldinn spurður á árunum 2010-2013 og oft þarf aðeins lengri tíma til að lög síist inn. Það kom okkur hins vegar á óvart að enginn nefndi sigurlagið Wild Dances með Ruslönu!

vinsaelustu log juronorda

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s