Sögustund AUJ: Áttu þitt uppáhalds atriði? (Greining)

Þar sem Júróvisjón er einn stærsti vettvangur í heimi fyrir nýja tónlist er alltaf hægt að reikna með heilmiklum hrærigraut tónlistarstefna á hverju ári. Margir aðdáendur keppninnar eiga sér þó uppáhalds atriði/uppsetningu atriðis sem þeir kjósa framar öðru. Einhver tegund tónlistar eða framsetning á tónlistinni sem hittir þá beint í hjartastað.

Hvað er það þá helst? Við skoðum í þessari greiningu fernt sem aðdáendur elska út af lífinu:

balkan

Balkanballöðurnar

Sérstök tegund ballaða sem tengist Balkanskaganum og löndum fyrrum Júgóslavíu. Yfirleitt fluttar á þjóðtungunni og notuð eru etnísk hljóðfæri. Samkvæmt aðdáanda Balkanballaðanna eru fallegu textarnir sérstaklega heillandi og þó að maður skilji þá ekki er eitthvað guðdómlegt í söng á tungumálum balkanþjóða. Í þeim má oft finna ákveðinn trega og sungið er um heitar tilfinningar, ástir og ástarsorg. Þetta þykir ofsalega heillandi fyrir marga sem geta alveg gleymt sér við hlustun á þeim. Meira um balkanballöður hér.

  • Danijela – “Neka mi ne svane” (Króatía 1998)
  • Marija Serifovic – “Molitva” (Serbía 2007)
  • Zeljko Joksimovic – “Lane moje” (Serbía og Svartfjallaland 2004)

dúettar

Dúettarnir

Vinsæl uppsetning atriða í Júróvisjón hlýtur að vera dúettarnir og á hverju ári eru þeir ansi margir – hér er allt um það!   Dúettar geta náttúrulega verið jafn hræðilegir eins og þeir geta verið frábærir. Samkvæmt sérstökum dúettaaðdáanda er erfitt að setja fingurinn á það hvað nákvæmlega er svona heillandi við dúetta en kannski fyrst og fremst þegar flottar raddir sameinast í lögum af því að flott röddun er engu lík og þá er ekki verra að geta gaulað með og valið sér rödd eftir því hvernig skapið er þann daginn!  Svo er náttúrulega dásamlegt þegar kemestríið á milli söngvara/söngkonu eða sama kyns er gott og skilar sér til áhorfenda af sviðinu.

djók

DjókLögin

Að undanförnu, eða á fyrstu árum aldarinnar, hefur verið nokkuð vinsælt að senda grínatriði. Þá er tilgangurinn að gera grín að keppninni eða flytjendunum sjálfum. Þessi atriði eru alveg sérstaklega bundin við Júróvisjón og  ógleymanleg er auðvitað Silvía okkar Nott en með henni voru ákveðin vatnaskil (og flestir átta sig á því). Samkvæmt aðdáanda grínatriðanna er eitthvað ótrúlega sjarmerandi við það að þjóðir sendi einkahúmor að heiman á stóra sviðið og sjá hvernig gríninu er tekið í Evrópu. Annaðhvort floppar það alveg eða nær í gegn!  Grínatriðin eru að sjálfsögðu mismetnaðarfull (eins og önnur Júróvisjón-lög) en húmorinn getur falist í laginu, texta lagsins (oftast), útliti og sviðssetningu og flutningi. Möguleikarnir eru ótrúlega margir og enn fleiri sem gætu misskilið brandarann á einhverju sviði. Grínatriðin geta auðveldlega náð frekar til sjónvarpsáhorfenda þar sem fólk kveikir á því að þarna er grín á ferðinni og tekur afstöðu til þess hvort það er fyndið eða ekki – mun meiri íhugun sem felst í því en hinu venjulega (og leiðigjarna) popplagi…

dans

Dansinn

Dansinn er alveg órjúfanlegur hluti af Júróvisjon. Hann birtist auðvitað í alls konar formum og er eins og allt í keppninni; allt frá því að vera hræðilegur til þess að vera… tja, kannski ekki mind blowing, en allt að því! Það sem er svo frábært við dansinn er að samhliða því að horfa hvernig hreyfa má líkamann er hægt að horfa á það sem er hægt að túlka án allra orða. Þegar dansaðdáandi var spurður var svarið að dansinn yrði að vera bæði vel saminn, vel túlkaður og vel dansaður allt í senn til að það hafi áhrif. Svo er reyndar alveg rosalega gaman af dansi sem er mjög slæmur, stirðir mjaðmahnykkir og of ýktar hreyfingar geta til dæmis verið sprenghlægilegar. Það er því helst miðjumoðið sem er leiðinlegt, það er dansinn sem á að vera góður en er það ekki.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s