Dagbók Flosa í Vín: Vín með frostlegi og bragðbætt hamsatólg

Flosi og mariaFlosi tók sér smá frí frá Júróvisjón-blöðrunni 
og fór í vínsmökkun:

„Ég var ákveðinn í því að taka mér smá frí frá Júróvisjon til að skoða Vín og mér fannst tilvalið að drekka vín í Vín og fara í vínsmökkun. Ég vissi ekki betur en þetta væri smá smakk og kannski smá ostur en annað kom á daginn. Það var flokkur af Fáses-liðum mættur og vorum við hér um bil helmingur hópsins og þessi hópur er sko þekktur fyrir að skemmta sér.

Það byrjaði allt á siðsamlegum nótum og við fræddumst um hvernig vín er búið til. Það sem stóð upp úr hjá mér er að það er regla í Vín að vínbændur mega bara velja 3 þrúgur og þurfu að standa við það þar sem eftir er; til dæmis í hvítvíni mundi einhver velja Chardonnay, Riesling og Gewurztaminer. Svo var farið í vínsmökkunina sem er svo sem ekki frásögufærandi nema hvað að ég skil núna af hverju menn spýta víninu annars lagið úr munninum því að menn urðu ansi hressir. Hún Anna kom með skemmtilegan punkt um austurrísk vín að menn hafi bragðbætt það með frostlegi sem varð til þess að salan hrundi en menn segja að vínið hafi bara smakkast helmingi betra.

Það komu snilldar komment eins og “mmmmmm…. þetta er eins og bragðbætt hamsatólg” og svo var einn ónefndur meðlimur sem sagðist vilja stela glasinu því að hann safnar glösum af skemmtistöðum, já það er margt skrítið í kýrhausnum. Á leiðinni heim var sungið og hlegið og meira að segja voru sjálfboðaliðarnir komnir í glas og Fáses-meðlimir komu tveimum saman þannig við vonum að þar sé Júróvísion-ást að hefjast og þökk sé okkur muni Austurríkismönnum fjölga bráðlega.

Mikið var nú gott aðeins að fara úr Júróvision-blöðrunni og gera hluti sem ekkert tengjast Júróvisjón og koma svo ferskur… já, eða þunnur í næsta ævintýri.“

Flosi með vín í Vín!

Flosi með vín í Vín!

Þetta er ekki lítið af víni!

Þetta er ekki lítið af víni!

Flosi og Tusan eru næs! #vertunæs

Flosi og Tusan eru næs! #vertunæs

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s