Sjö ólíkustu lög keppninnar? – stóru þjóðirnar æfa

Mynd: FJÓ

Mynd: FJÓ

Stóru þjóðirnar 5, gestgjafarnir og Ástralía, sem allar koma beint inn í úrslitakeppnina á laugardaginn æfðu í annað sinn á sviðinu í Wiener Stadthalle í morgun. Dagurinn var tekinn snemma enda hófst fyrsta búningarennsli fyrir morgundaginn klukkan eitt að íslenskum tíma í höllinni. Við litum á hvernig gekk á æfingu þessar sjö landa en meðal þeirra eru Ítalía og Ástralía sem báðum er spáð mjög góðu gengi.

Ástralir áttu þrusu æfingu þar sem Guy gaf allt í sönginn og gerði það með sóma eins og von var! Það fer ekki mikið fyrir atriðinu á sviði, Guy er þar í forgrunni með fjórar bakraddir og saman ferðast þau aðeins um sviðið, sem er rammað inn með ljósastaurum. Það er von okkar eftir sjóveikina við myndatöku gærkvöldsins að myndatökumennirnir verði örlítið kjurrari þegar Ástralir stíga á svið á laugardaginn.

Lisa frá Frakklandi negldi æfinguna sína alveg hreint í dag. Eins látlaust og atriðið er, þá nær söngur hennar sterkt í gegn, svo að meira segja Hildur sem segist vera með ofnæmi fyrir sunginni frönsku hreifst með! Lisa mætti í öðrum kjól en á fyrstu æfingunni og teljum við það til mikilla bóta ef hún velur kjólinn sem hún klæddist í dag til að vera í á laugardaginn.

Bretarnir greyin voru ósköp litlaus á sinni æfingu í dag. Bæði Alex og Bianca virtust örlítið þreytuleg á æfingunni og var ekki eins og þau gæfu allt sitt í þetta. Þrátt fyrir tröppur sem líta svolítið út eins og hælaskór og ljósashow á búningum þá höldum við okkur við að það áhugaverðasta við lagið sé hinn yfirmáta kappsami dans bakraddanna/dansranna!

Ann Sophie frá Þýskalandi mætti, rétt eins og hin franska Lisa, í öðrum klæðnaði en á fyrstu æfingunni. Áfram var hún þó í svörtum samfesting með belti, bara komin í annað snið með öðurvísi belti! Æfingin var gekk þokkalega vel, Ann Sophie neglir söngin neins og alltaf en virðist enn óörugg á háu hælunum. Þá virðist hún öðru hverju missa kúlið sem á að vera yfir laginu og það glittir í brosið en kannski er það bara til að hjálpa henni?

Spánverjar virðast  vera að leggja sig örlítið meira fram en oft áður og ætla bjóða upp á bæði flott og velútfært atriðið og fínasta lag. Edurne syngur kraftmikið popplag með sviðsetningu sem er greinilega bæði vel æfð og úthugsuð. Sviðsetning gekk vel á æfingunni en á köflum virtust hnökrar í söngnum sem gætu þó bara verið hljóðvandamál! Við krossleggjum fingur, skiljum sjóveikistöflunar eftir heima og vonum að myndatakan verði í lagi á laugardaginn!

Þó það gerist ekki mikið á sviðinu hjá Austurríkismönnum í Makemakers þá heldur lagið manni við skjáinn. Sviðsetningin er einföld, nákvæmlega eins og í udankeppninni heima fyrir, Dodo situr við píanóið og syngur lungan úr laginu meðan bassaleikarinn og trommarinn sinna sínu. Þeir notast ekki við grafík í bakgrunn og eru líklega eina þjóðin til þess í keppninni. Uppáhaldið okkar er bassaleikarinn sem stendur fyrir miðju sviði allan tíma og pokkar einfalda bassalínu og lítur út eins og klipptur úr tískublaði frá 8. áratugnum!

Il Volo Il Volo… ítölsku sjármatröll þið hafið náð okkur algjörlega! Frjálsleg framkoma þeirra á sviðinu í bland við óaðfinnanlegan söng og ótrúlega grípandi lag virðist bara vera hin fullkomna blanda. Það gerist ekkert á sviðinu annað en söngur og einhver örlítill myndavélaleikur en hér skiptir það engu máli því það er lagið sem talar!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s