Hvað kom á óvart á fyrra undankvöldinu í gær?

Við stöllurnar vorum að sjálfsögðu límdar við skjáinn í gærkvöldi og nutum þess að horfa á risaskjá á Stúdentakjallaranum sem var alveg frábært. Þar sátum við með tölvurnar og fylgdumst með öllu þessu skemmtilega; keppninni, Facebook og Twitter sem er líka ómissandi.

Í mjög stuttu máli kom þetta á óvart í gær:

* Hræðileg myndvinnsla ORF! Halló, sjóveiki! Það var áberandi slæmt hversu viðvaningslegt þetta var í fyrstu lögunum en svo smáskánaði þetta. Vonandi verður allt fínpússað annað kvöld!

_AP56254

* Slæmt gengi Finnanna – sem engir fjölmiðlar þora þó að nefna (hins vegar er fjallað um Danina hér!) Hvar er PC (political correctness) þegar við þurfum á henni að halda?

473900810

* Hrikalegt fataval kynnanna – hvaða tískuslys er í uppsiglingu á hinu undankvöldinu og úrslitunum? Er verið að taka til hjá ORF?

_AP56155

* Ofboðslega „bissí“ myndvinnsla og -klipping hjá Armenunum (gæti verið smá ORF að kenna). Í þessu dramatíska lagi vantaði alveg að einblína á lagið og í staðinn var klippt eins og í besta popplagi.

_AP56227

* Óöryggi hinnar hollensku Trintje. Við héldum að hún hefði nú migið í saltan Júró-sjó áður. En sviðshreyfingar hennar voru eins og óæfðar og oftar en ekki leit hún til hliðar þegar hún átti að horfa beint í vélina. Dæmið í upphafi með blæjuna, ekki gott. Svo hefðum við nú allan daginn valið önnur sviðsföt, þetta var vægast sagt ólögulegt á henni!

_AP56448

* Hlutverk Makedóníu sem grínatriðis kvöldsins! Við skellihlógum að slow-motion- upphafinu, Burberry-rykfrakkanum og óæfðu bakröddunum með sólgleraugun. Gott sjónvarp!

Hvað kom ykkur á óvart?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s