Dagbók Flosa í Vín: Páll Óskar hetja og Christer Björkman rokkar!!

Flosi sendir okkur hér 
pistilinn úr ísraelska partíinu:

„Fífí gladdist mikið við að sjá alla þá Fáses-meðlimi sem eru búnir að bætast í hópinn og geta Íslendingar svo sannarlega verið stoltir af okkar klúbbi því að það eru allir gapandi hvað við erum orðin fjölmenn og erum að gera góða hluti. Þau eru dugleg að mæta á æfingar og dæla jákvæðni í garð Maríu út um allt.

IMG_0228

Ég rakst á yndislegan strák frá OGAE Ísrael og  við áttum rosalega gott spjall og hann sagði mér að Páll Óskar hefði verið sá sem fékk hann til að elska Júróvision og hefði hjálpað honum í baráttunni að koma út úr skápnum. Það er yndislegt að sjá að lengst í burtu sé fólk sem talar um okkar yndislega Pál Óskar sem stjörnu og ég hvet þig, Páll, að hafa samband við hann Daníel, það mundi gleðja hjarta hans mikið.

IMG_0295

Talandi um Ísrael; árlega halda þeir svakalegt partý sem enginn vill missa af. Tusan, maðurinn minn, var mættur á svæðið og við að sjálfsögðu skelltum okkur í partýið. Það var þvílík röð sem var komin  korter fyrir opnun og allir spenntir að sjá alla sem koma fram og borða ísraelskar kræsingar. Það er mikill heiður að fá að koma fram í þessu partýi því að það eru allir á svæðinu og Valli var að sjálfsögðu búinn að plögga því að hún María fengi að koma fram. Ekki nóg með það, heldur söng hún 4 lög og átti sviðið. Hún og Ásgeir geisluðu á sviði  og það var ekki feilnóta hjá henni.

IMG_0272 IMG_0279

 

 

 

 

 

 

 

Sviss var líka svaka hresst og skemmtilegt og söngkonan kom mér IMG_0260mikið á óvart því að ég hugsaði ekkert mikið um þeirra framlag þangað til þarna. En ég verð að segja að ég var vonsvikin að hin gestaatriðin mæmuðu lögin sín: ef þú ætlar að koma fram, syngdu þá!!!! Þessi lönd voru Montenegro og Malta og munu þau ekki fá mitt atkvæði. Nadav (ísraelski dúddinn) söng náttúrulega eins og engill og allir dönsuðu með. Ég er með svolítið sem ég þarf að játa fyrir ykkur…. OMG, hvað einn af dönsurunum í ísraelska atriðinu er HOT HOT HOT. Ég bara gleymdi að horfa á Nadav og slefaði og …. úps, er ekki frá því að ef ég hefði mælt hitann hjá mér þá hefði verið með 40 gráðu hita. Það má horfa, er það ekki???

 

Gaman að segja frá því að meðlimir Fáses fóru hamförum þegar Christer Björkman, the big boss of Melodifestivalen, mætti á svæðið og ég að sjálfsögðu fór á stúfana og spurði þau Heiði og Kidda (bæði í FÁSES) og það var margt skemmtilegt sem þar kom fram. Gaman að sjá hvað hann er ekkert að reyna að vera stórstjarna, hann rokkar feitt og elska okkur aðdáendurna. Ég er ekki enn að ná mér hvað þessi Eurokúbbur er flottur og ég tók að gamni mínu kort af húsinu og eins og þið sjáið, þá er þetta heilt völundarhús. En nú er tíminn til kominn að fara á beddann og knúsa hann Tusan minn.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s