Dagbók Flosa í Vín: Komando í H&M!

Flosi lendir ávallt í ævintýrum. Á þriðjudaginn komst hann í hann krappann í H&M en skellti sér líka í boð til sendiherra Íslands í Vín. 

Hitinn var farinn að segja verulega til sín þegar ég vaknaði á þriðjudagsmorguninn, sem var einmitt dagurinn sem ég þurfti að dressa mig fyrir boð í sendiráðinu. Ég hef aldrei áður verið boðinn í svona fancy boð og mætti bara með casual Júró föt hingað til Vínar. Hvað á maður að gera í þessu þegar það er 27 stiga hiti og rakinn í hámarki? Ég hoppaði í næstu föt úr töskunni og rauk út og Tusan með. Það var ekki mikið af fólki á vappi en einhverra hlutanna vegna þá labba ég alltaf á ská í áttina að manneskjunni við hliðin á mér og ýti henni út í horn, hvað er málið? Er þetta ættgengur fjandi? Eða er ég bara svona skrítinn? Ekki skánaði dagurinn þegar ég komst loksins í H&M og fann það sem mig vantaði fyrir boðið. Ég var komin með buxur inn í klefa þegar ég komst að því að ég hefði um morguninn gleymt að fara í nærbuxur……. Hvað eiga bændur að gera í því? Fara heim og ná sér í eitt stykki? Kaupa? Eða bara taka sjensinn? Ég vona að enginn eigandi H&M skilji íslensku! Buxurnar pössuðu sem betur fer pössuðu og ég keypti þær. Þá var ég klár í slaginn með slaufu og bara fínn þó ég segi sjálfur frá en ég ákvað að vera samt í stuttbuxum. Ég hefði dáið í buxum það var svo heitt og rakt!

Kræsingar!

Kræsingar!

Auðunn sendiherra og konan hans tóku á móti okkur í sendiherrabústaðnum og þvílíkar móttökur. Ég hélt að allir menn sem vinna í svona stöðum væru þurrir og ,,leiðinlegir” en það er Auðunn alls ekki. Hann sýndi FÁSES mikinn áhuga og virtist vera alveg með á nótunum hvað við værum að gera. Það var engu sparað til í mat og að sjálfsögðu söng íslenska gengið eins og englar og útgeislunin svakaleg. Það er unun að horfa á þau hvað þau vinna vel saman. ÁFRAM teamwork, ÁFRAM ÍSLAND!!!!

Flosi og María Ólafs í sendiherraboði

Flosi og María Ólafs í sendiherraboði

Auðunn Atlason sendiherra Íslands í Vín fær afhent eintak af Fréttabréfi FÁSES úr hendi Laufeyjar Guðmundsdóttur viðburðarstjóra FÁSES

Auðunn Atlason sendiherra Íslands í Vín fær afhent eintak af Fréttabréfi FÁSES úr hendi Laufeyjar Guðmundsdóttur viðburðarstjóra FÁSES

Dásmlegu bakraddirnar okkar syngja af innlifun!

Dásmlegu bakraddirnar okkar syngja af innlifun!

Frikki og Ásgeir voru í fíling í boðinu!

Frikki og Ásgeir voru í fíling í boðinu!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s