Dansinn 2015

Pólís pólís pulsa og....  Mynd: FJÓ

Pólís pólís pulsa og….
Mynd: FJÓ

Dans er jafnfastur hluti af júróvisjon og hin margfræga júróvisjonhækkun. Á hverju einasta ári kemur fjöldi atriða þar sem dansarar eru með á sviðinu og leika listir sínar. Dansarar eru ekki bara í fjörugum júrópoppatriðum heldur koma þeir fram í alls konar atriðum, ballöðum jafnt sem popp- og rokklögum. Árið 2015 er engin undantekning í dansinum. Við fylgdumst sérstaklega vel með dansi hjá nokkrum þjóðum og veltum fyrir okkur hvað væri í gangi!

Aserbaídsjan mætir á sviðið með tvo dansara. Þeir eiga að dansa baráttuna sem er í laginu, það er baráttuna við hið illa í okkur. Um nútímadans er að ræða, nokkuð klassískan á köflum sem er vel dansaður þótt sporin virðist stundum ekki alveg vera í stíl við lagið. Á stöku stað koma hreyfingar sem minna helst á kóreógrafíu Sonyu Tayeh sem hefur lengið samið fyrir So you think you can dance í Bandaríkjunum. Það fer frekar mikið fyrir dönsurunum og Elnur greyið virðist stundum bara fyrir!

Ísraelinn Nadav er náttúrlega með júrópoppglimmerslagarann í ár svo að auðvitað er hann með dansara með sér! Nánar tiltekið eru þrír strákar með honum á sviðinu sem dansa auk þess sem Nadav dansar auðvitað líka svolítið. Dansinn er klárlega með þeim skemmtilegri þótt hann sé ekkert endilega sá besti, það er bara svo mikið fjör að manni er alveg sama! Líklega myndi dansinn vera einhver útgáfa af hiphoppi en inn í hann blandast alveg dásamleg etnísk spor sem minna stundum á magadans. Að okkar mati danssnilld ársins!

Edurne frá Spáni mætir með heitan gaur með loðhettu á sviðið. Við erum ekki alveg vissar um hversu mikið hann dansar enda ekki búnar að sjá atriðið alveg í heild sinni en hann lofar að minnsta kosti góðu!

Moldóva er allra fyrsta þjóðin sem tekur sviðið í júróvisjón í ár enda fyrst á svið í kvöld! Það er mikið dansað í atriðinu en þar dansa tvær karllöggur í hjólabuxum og mjög léttklædd kvenlögga. Kvenlöggan kann eitthvað fyrir sér í dansi þótt hún dilli meira mjöðmunum en túlki eitthvað með dansinum en karllöggurnar, þær eru mættar með stíl sem kannski er bara nýr í dansheiminum. Við köllum þenna stíl Michael Jackson-skotinn-stirðbusalöggumjaðmahnykkjadans!

Það myndi kannski ekki flokkast sem dans en okkur þykir vel við hæfi að draga hér fram hreyfingar luft-fiðluleikarans í framlagi Slóvena. Ef maður verður eitthvað leiður í lífinu þá skellir maður sér bara á youtube og horfir á þessa snilld sem fiðluleikarinn er!

Það er svo ekki hægt að sleppa dansinum án þess að minnast á bakraddadansana enda hafa þeir oft farið á kostum í gegnum tíðina. Í ár standa tvö bakraddapör upp úr; annars vegar þær dönsku sem bjóða upp á mjög svo ýktar og gamaldags bakraddahreyfingar í stíl við lagið. Hins vegar eru það kvenbakraddir Breta. Þær dansa jú víst eitthvað líka í laginu en í bakraddahreyfingunum lifa þær sig svo inn í þær að maður man ekki eftir neinu öðru úr laginu!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s