Þemu ársins 2015: Lög með boðskap

Það er kominn tími til að líta á næsta þema í keppninni í ár. Boðskapur og skilaboð eru ekki ný af nálinni í júróvisjon, þau hafa skotið upp kollinum öðru hverju þegar höfundum og/eða flytjendum hefur þótt góð ástæða til að nýta sér hið stóra svið Júróvisjon í þeim tilgangi.

Af íslensku framlögunum er skemmst að minnast Pollapönkaranna okkar í fyrra með sinn fallega boðskap. Margir hafa til mynda sungið um frið í Júróvisjon við mismikinn fögnuð Evrópubúa. Friðarboðskapur frá Ísrael hefur til dæmis oft farið illa í Evrópubúa, t.a.m. þetta hér:

meðan Nicole heillaði alla með sínum friðarboðskap árið 1982:

Pólitískur boðskapur hefur einnig komið upp í keppninni. Tyrkir réðust á Kýpur 1974 sem á sinn helsta stuðningsaðila í Grikklandi, og Grikkir drógu sig úr keppninni 1975 þegar í ljós kom að Tyrkir tækju þátt. Ári síðar, 1976, sendu Grikkir umdeilt lag; Panayia Mou, Panayia Mou og í textanum er deilt á innrásina og fjallað um táragasárásir og þorp í rústum:

Þegar Rússar héldu keppnina árið 2009 völdu Georgíumenn lagið „We don’t wanna put in“ sem beinlínis andstöðu við Rússlandsstjórn; þeir voru beðnir um að senda annað lag og neituðu því sem þýddi að þeir voru ekki með það árið (árið áður höfðu þeir samt verið á friðarnótunum):

Alla jafna hafa lög með boðskap í hverri keppni verið fá, oftast bara eitt ef eitthvað er, en í ár er fjöldinn talsverður – sem er auðvitað henni Conchitu að þakka –  og því um þema að ræða. Þemað er reyndar dálítið tvískipt – almennur friðarboðskapur („We are the world“-dæmi) og pólitísk/mannréttindaádeila.

Lítum á þau helstu:

Frakkland býður upp á lag sem heitir N’oubliez Pas eða Ekki gleyma og á að minna á 100 ára ártíð fyrri heimsstyrjaldarinnar. Skv. æfingum er sviðsetningin mjög dramatísk og líkir eftir þorpsrústum.

Ungverjaland sendir Boggie með friðarsönginn Wars for Nothing, sem er innblásinn af stríðshrjáðum svæðum í heiminum; Gaza og Úkraínu sem eru nánast nágrannar Ungverja. Látlaust lag með sterkum boðskap.

San Marínó sendir boðskapslag í Disney-anda þar sem ljós heimsins eiga að tengja fólk saman (bíddu… var ekki einhver sem sagði það einu sinni?). Krúttlegur og ungæðislegur boðskapur sem rímar vel við ungan aldur flytjendanna.

Rússland keyrir í friðarboðskapinn með fullu trukki. Sendir þrususöngkonu sem blastar því að allir eigi sama draum og milljón raddir sameinist í eina. Frekar solid og ætti að heyrast langt og víða!

Armenar eru með mjög viðkvæmt málefni í umfjöllun; þjóðarmorðin og -hreinsanir Tyrkja á armenskri grundu fyrir 100 árum síðan. Sviðsetningin er mjög dramatísk með stórt „ættar“tré í bakgrunni sem stendur af sér ýmsa storma. Úff, gæsahúð og fjölskyldudrama!

Rúmenía er líka í fjölskyldudramanu en af öðrum toga því að þeir í Voltaj syngja um sameiningu fjölskyldna og deila á foreldra sem skilja börnin eftir í heimalandinu þegar þeir fara sem farandverkamenn til annarra landa til að skapa sér betra líf. Sniff og tár og allt…

pizap.com14319587989841

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s