Yfirferð framlaga 2015 – 40/40 – Albanía

Með þessu framlagi Albaníu ljúkum við yfirferðinni okkar í ár yfir öll 40 framlögin sem við fórum yfir í öfugri stafrófsröð (af því við erum svo flippaðar!)

Lag: I’m Alive
Flytjandi: Elhaida Dani
Hvenær: Fyrra undankvöld 19. maí 

Baksagan
Albanir eru þjóðin sem skipti um lag á síðustu stundu í ár; á undanförnum árum hefur það oft verið Hvíta-Rússland en ekki í ár! Lagið sem Elhaida söng í undankeppninni Festivali i Këngës hét Diell og mánuði fyrir lokaskilafrestinn til EBU var það dregið til baka:

Þau dóu þó ekki ráðalaus heldur skelltu í annað lag sem Elhaida flytur. Okkur finnast þessi skipti bara nokkuð bærileg!

Álit Eyrúnar
Bara svona allt í lagi lag, hefur aðeins vaxið og mér fannst hún tilkomumikil á sviðinu. Get samt ekki séð að þetta sé lag sem ég kem til með að hlusta á eftir keppnina. Finnst þetta of mikill rembingur/vókalísa á stundum – og ég verð bara þreytt á svoleiðis… Ég held að líkurnar séu meiri en minni að Elhaida sitji eftir með sárt ennið.

Álit Hildar
Á hverju ári er lag í keppninni sem maður gleymir alltaf (hvernig á maður líka að geta munað eftir 40 lögum?!). Í ár er það Albanía hjá mér sem ég gleymi alltaf. Ég hélt raunar að við værum búnar að fara yfir öll ögin þegar Armenía var búin en fattaði svo að talning passaði ekki og eitt lag var eftir! Þetta er raunar undarlegt fyrir mig þar sem ég er mikill aðdáandi Albaníu í keppninni og bíð spennt á hverju ári eftir framlagi þeirra! Þetta lag er bara eins og hún segir sjálf í textanum æjæjæjæ…..

Möguleikar
Albanir eru rétt á undan Armenum í veðbönkunum (Oddschecker.com) eða í 17. sæti. Kannski tekst Elhaidu að bæta árangur síðustu tveggja ára þar sem framlögin hafa ekki komist í aðalkeppnina, það væri nú mjög ásættanlegur árangur – eins og við vitum (halló tvö grillpartí!)

Elhaida-Dani

Alveg að verða klár í slaginn!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s