Yfirferð framlaga 2015 – 39/40 – Armenía

Lag: Face the Shadow
Flytjandi: Geneology
Hvenær: Fyrri undankeppni 19. maí

Baksagan Hádramatískt atriði frá Armenum í ár – og við trúum því varla að þetta sé á sama kvöldi og Belginn rabbabbabar og Moldóvarnir færa okkur e-ð ótrúlega klámfengið í ætt við pólska lagið í fyrra!

Hér er fjallað um þjóðarmorðin sem Tyrkir frömdu á Armenum árin 1915-1917 sem stökkti fjölda manns á flótta frá heimalandinu. „Don’t deny“ var upphaflegi titill lagsins og honum þurfti að breyta vegna þrýstings frá Tyrkjum sem viðurkenna ekki að þessar þjóðhreinsanir hafi átt sér stað í Armeníu. Mjög erfitt umfjöllunarefni – og eitt besta dæmið um slagorðið „Building Bridges“ í ár, þar sem Armenar úr öllum heimsálfum sameinuðust í einni söngsveit til að fjalla um sameiginlegan þjóðararf. Þau hafa öll hlotið formlegan armenskan ríkisborgararétt og gefa blaðamönnum og öðrum í Vín gæsahúð með gríðarlega áhrifamiklum flutningi:

Álit Eyrúnar
Eftir að hafa séð æfingar finnst mér þetta lag mun tilkomumeira – og það er ekki hægt að horfa framhjá þessum mikla boðskap! Flutningurinn er mjög pottþéttur og sviðsetningin mögnuð og þetta kemur örugglega vel út í sjónvarpi, ætli gæsahúðin komi líka út þá? Ef svo er, fara þau bókað áfram í aðalkeppnina!

Álit Hildar
Boðskapurinn er góður og hugmyndin að því að fá fólk úr öllum heimsálfum til að syngja er líka góð hugmynd. Lagið er hins vegar svo margslungið að maður veit bara ekkert hvaðan á sig stendur veðrið og er orðin hálf ruglaður í lokinn þegar allt er yfirstaðið. Með skikkjunum og vindvélinni á sviðinu verður þetta örugglega ennþá ruglingslegra og ég á ekki von á einni einustu gæsahúð!

Möguleikar Veðbankar (Oddschecker.com) hafa komið Armeníu fyrir í 18. sætinu í ár og aðeins einu sinni hafa þeir ekki komist áfram í aðalkeppnina (2011), en voru reyndar ekki með þegar keppnin var í Aserbaídsjan 2012.

cover-1_fb

Hvernig var þetta aftur: „We are the World“?!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s