Stóru þjóðirnar eru mættar – fimleikar, fleiri skikkjur og ljósastaurar!

Dagurinn var tekinn snemma þennan sunnudaginn í Wiener Stadthalle. Ástaðan var sú að stóru þjóðirnar auk gestgjafanna og auðvitað Ástrala, mættu til æfinga í fyrsta sinn í dag og allir urðu að vera búnir að æfa snemma til að geta komist heim að undirbúa sig fyrir rauða dregilinn í kvöld!

Það kenndi ýmissa grasa á æfingunum og voru það Ítalir sem æfðu fyrstir. Við vorum auðvitað með eyru og augu á æfingunum rétt eins og fyrri daginn!

Ítölsku félagarnir í Il Volo voru ferskir í morgunsárið þegar þeir stigu á svið. Æfingin gekk ljómandi, ekki eina feilnótu var að finna í söngnum. Sviðsetning er einföld með þá þrjá í forgrunni en bakgrunnurinn er mikilfenglegur með rómönskum styttum sem þróast í áttina að einhverju sem á víst að vera himneskt! Búningavalið kom ekki á óvart, svört vel sniðin jakkaföt og hvítar skyrtur.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Heimamennirnir frá Austurríki í hljómsveitinni Makemakers voru næstir í röðinni. Sviðsetning gengur út á það að vaða eld og brennistein fyrir vini sína. Í byrjun er athyglin á söngvaranum Dodo en smám saman ,,kviknar eldur“ á gólfinu og þeir félagarnir sameinast þrír í eldgöngunni!

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Það gekk ágætlega hjá Spánverjum á fyrstu æfingu. Edurne klæðist í byrjun rauðum síðkjól með mjög langri skikkju (halló skikkjuþema!) og fer lítið um sviðið. Með henni á sviðinu er dularfullur maður, léttklæddur að ofan en með svartan feld á höfðinu. Segjum ekki meira um það en gefum ykkur smá vísbendingum um hvað gerist með meðfylgjandi mynd!

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Kannski til þess að dreifa huganum frá laginu, mæta Bretar á svið með miklum látum. Á sviðinu eru tveir stigar þar sem báðir söngvararnir stíga niður af auk þess sem þeir eru notaðir til fimleika. Þá er mikill dans í atriðinu og litagleðin er allsráðandi. Það er alveg þess virði að fylgjast bara vel með kvenbakröddunum tveimur sem lifa sig af ástríðu inn í dansinn. Já, og dúóið sem syngur? Pínu gleymt í öllum hasarnum í kringum þau!

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Til allra hamingju virðast Þjóðverjar hafa skipt um stílista því að Ann Sophie mætti á sviðið í elegant svörtum samfestingi, sem passaði á hana. Sviðsetningin hefur einnig breyst töluvert frá því heima fyrir. Í bakgrunni svífur svartur og hvítur reykur á myndum meðan Ann Sophie stendur meira kyrr fyrir miðju sviðsins og syngur. Með henni á sviðinu eru fjórar bakraddir sem standa í röð fyrir aftan hana. Ann átti nokkuð góða æfingu og ekki að heyra annað en hún væri til í slaginn.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Sviðsetning Frakka byggir á umfjöllunarefni lagsins, stríði, hvað það getur eyðilagt og mikilvægi friðar. Bakgrunnurinn eru myndir af þorpi sem er eyðilagt eftir stríðsátök. Lisa stendur fyrir miðju sviði klædd bláleitum síðkjól en með henni á sviðinu eru fjórir trommarar sem tromma þó öllu lágstemmdara en gengur og gerist á júróvisjon-sviðinu.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Ástralir ráku lestina á æfingunni og er engu til sparað í sviðsetningu. Sex ljósastaurar mæta á sviði ásamt Guy og fjórum bakraddasöngvurum. Í heildina byggir atriðið á að skapa partýstemmningu þar sem næturgleðin er allsráðandi. Þrátt fyrir sögusagnir um flensu átti Guy fína æfingu og má því alveg búast við góðu partýi á sviðinu þann 23. maí.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s