Hversu sannspáar höfum við verið í gegnum tíðina?

pizap.com14317054031081Við erum alveg að detta í spágírinn okkar fyrir undankvöldin en í þessi fimm ár sem við höfum verið með síðuna Allt um Júróvisjón höfum við alltaf reynt að spá fyrir um hvaða 10 lönd komast áfram í aðalkeppnina upp úr undankeppnunum. Þegar við dettum í gírinn skoðum við æfingar á sviði, spáum í tölfræðinni og almennum „fíling“ lagsins og horfum á það. Auðvitað spilar smekkurinn inn í en við erum samt mjög meðvitaðar að smekkur okkar endurspeglar tvær skoðanir af 100 milljón áhorfendum – svo að á honum er ekki hægt að byggja eingöngu!

Við viljum sýna ykkur hvernig skorið okkar hefur verið í gegnum tíðina, allt frá árinu 2010 þegar Hera blessunin keppti og við komumst í fyrsta sinn í kynni við Júróblöðruna. Við setjum þetta upp þannig að fram komi hversu mörg lönd af 10 við spáðum rétt fyrir um inn í aðalkeppnina.

2010 – hér og hér

2010
Klár sjö lönd áfram af 10. Í fyrri undankeppninni höfðum við sko enga trú á bosnísku þrumunum og eldingunum, vanmátum portúgölsku píuna og trúðum ekki á mátt fiðrildavængjanna. Í þeim seinni var það Úkraína með Sweet People sem við misstum af, Jon Lilygreen frá Kýpur fannst okkur ekki líklegur til vinsælda og Georgía fór líka fram hjá okkur.

2011 – Hér og Hér

2011

Árið 2011 var skorið dálítið tvískipt hjá okkur í fyrri undankeppninni og þar voru við ekki sammála um framgang. Alls höfðum við rétt fyrir okkur um 9 lög í heildina en hvor um sig ekki um allan þann fjölda. Þá höfðum við enga trú á litháíska laginu með franska nafnið en öðrum lögum höfðum við mismikla trú á.  Í seinni keppninni var slóvenska Maja Keuc sem fór fram hjá okkur og austurríska Nadine sem við trúðum ekki á.

2012 – hér og hér

2012

Árið 2012 fór Compact Disco framhjá okkur í fyrri forkeppninni sem og öskuræfingarnar frá Albaníu (dæs). Í seinni forkeppninni skiptist þetta svolítið á milli okkar en alls voru það 8 lög af 10 sem við spáðum áfram. Við trúðum ekki að Kurt Calleja færi áfram eða Maya Sar frá Bosníu Hersegóvínu.

2013 – hér og hér

2013

Árið 2013 voru það þrjú lög í fyrri undankeppninni sem við misstum af; ólétta eistneska pían, Litháinn með óhugnanlegu augabrúnirnar og ungi belgíski strákurinn. Í þeirri síðari vorum við með alls 7 lönd áfram líka, en ekki höfðum við trú á að Krista frá Finnlandi, ByeAlex frá Ungverjalandi og Armenarnir í Dorians færu alla leið!

2014 – hér og hér

2014

Í fyrra vorum við nokkuð sannspáar í fyrri undankeppninni og þar var það bara vantrú okkar á Valentinu blessaðri sem stóð í vegi fyrir fullu húsi hjá annarri okkar. Í seinni undankeppninni vorum við með alls 8 lönd en höfðum ekki trú á Sebalter frá Sviss, pólska klámatriðinu og önnur var ekki eins hrifin af ostakökum og hin!

Af þessu má sjá að oftar en ekki höfum við verið með 7 lönd áfram af 10 í aðalkeppnina. Það er ágætis pepp að fara með það í farteskinu þegar við spáum í forkeppnirnar í ár – og spárnar okkar birtast innan skamms! Hlökkum til!

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s