Yfirferð framlaga 2015 – 38/40 – Aserbaídsjan

Lag: The Hour of the Wolf
Flytjandi: Elnur Huseynov
Hvenær: Annað undankvöld 21. maí

Baksagan
Hér er hann kominn, engillinn með fínu linsurnar úr frumraun Asera árið 2008, Day after day – við elskuðum að hata þetta lag! Hann sýndi það þá og þegar að hann getur sungið, drengurinn!

Nú er hann heldur lágstemmdari, með lag eftir sænska höfunda en bæði hann og lagið voru handvalin af fjölmiðlinum ITV. Fyrstu æfingar eru búnar og þar prýddi sviðið myndarlegur sýndarskógur og nútímadansarar. Elnur tók sig til og vann í fjórðu þáttaröð af The Voice í Tyrklandi nú í febrúar svo að hann er nokkuð reddí. Hér fer hann með eina klassíkina; við höfum reyndar aldrei séð þetta sungið af söngvara með húfu!

Álit Eyrúnar
Allir aðdáendur eru voðalega hrifnir af honum Elnur og hann er mjög krúttlegur, það er satt. Mér finnst hins vegar lagið ekki mjög gott – en hann gerir samt allt fyrir það. Ef það fer áfram og hátt í aðalkeppninni er það nær eingöngu á sjarma hans og keyptum atkvæðum. Ein af skárri ballöðunum, pínu dramatík eins hjá og hinni norsku en ég vel hana frekar en Elnur, blessaðan.

Álit Hildar
Það velkist enginn í vafa um að hann Elnur getur sungið. Lagið hans er hins vegar bæði leiðinlegt og skemmtilegt. Þannig eru versin afspyrnu leiðinleg meðan viðlagið grípurmann og lyftir laginu all verulega. Spurning er því sú hvort hann hefði ekki átt að gera bara eins og við Íslendingar búa til eitt gott lag úr frábæru viðlagi!

Möguleikar
Veðbankarnir (Oddschecker.com) setja Asera í 7. sæti, rétt á hæla Finnanna svo að möguleikarnir eru góðir. Aserar eru líka meðal þeirra þjóða sem hafa alltaf komist áfram og átt góðu gengi að fagna – nema í fyrra, þegar þeir lentu í 22. sæti.

elnur_huseynov_gokhan_dueti

Úr tyrknesku söngvakeppninni – eða eftir nokkur glös á Euroclub?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s