Yfirferð framlaga 2015 – 37/40 – Austurríki

Lag:  I’m yours
Flytjandi: The Makemakers
Hvenær: Aðalkeppnin 23. maí

Baksagan
Bandið The Makemakers var stofnað árið 2012 og lag þeirra The Lovercall hér að neðan varð mjög fljótt vinsælt og þeir hafa hitað upp fyrir stór nöfn, t.d. Bon Jovi:

Þeir eru frekar hressir gaurar og spenntir að taka þátt í Júróvisjón fyrir heimalandið. Þeir nýta umfjöllunina í kringum keppnina til að ýta sinni fyrstu breiðskífu úr vör og strax í júní munu þeir túra ásamt OneRepublic um Suðaustur-Evrópu.

Álit Eyrúnar
Þetta lag þoldi ég ekki fyrst þegar ég heyrði það, fannst það tilgerðarlegt og bara asnalegt. Það hefur nú vaxið aðeins við fleiri hlustanir en er enn ekki orðið frábært – enginn „wow-factor“ í því fyrir mitt leyti. Æ, eru Austurríkismenn ekki bara sáttir við einn sigur eftir öll þessi ár?

Álit Hildar
Mikið þykir mér þetta huggulegt lag hjá Austurríkismönnum í ár. Eitthvað lítið júróvisjon við það, en þetta var eitt af fáum lögum sem vöktu athygli mína í byrjun. Það er þó skemmtilegra á sviði en í stúdíóútgáfu og því ekkert útvarpsmateríal hér á ferð. Mig langar líka að beina því til söngvarans að fara á klósettið áður en hann stígur á svið svo hann hætti þessu iðið meðan hann syngur!

Möguleikar
Veðbankarnir (Oddschecker.com) hafa komið Austurríkismönnum fyrir í 25. sæti og eins og við vitum hefur saga þeirra í Júróvisjón verið fleiri þyrnum stráð en rósum. Ekkert alltof mikil bjartsýni í ár.

11025818_861171283947681_4440078875070901352_n

Makeóver fyrir Makemakers? Mynd: The Makemakers á Facebook.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s