Yfirferð framlaga 2015 – 36/40 – Ástralía

Lag: Tonight Again
Flytjandi: Guy Sebastian
Hvenær:  Aðalkeppnin 23. maí

Baksagan
Krúttin í Ástralíu halda meira upp á Júróvisjón-keppnina en margir frændur þeirra sem staðsettir eru í Evrópu (nefnum engin nöfn; en halló Bretar!) og flykkjast fyrir framan sjónvarpið á sunnudagsmorgnum í maí. Þessi skemmtilegi áhugi vakti athygli EBU sem buðu Ástralíu til að taka þátt sem gestir á 60 ára afmæli keppninnar í ár. Ástralir vönduðu valið og sendu Guy Sebastian sem er alþekktur í Eyjaálfu, margverðlaunaður og margútgefinn listamaður. Hann var sigurvegari fyrsta ástralska Idolsins árið 2003. Eitt vinsælustu laga hans er þetta hér:

Álit Eyrúnar
Ég held pínu með Áströlunum því að lagið er þrususkemmtilegt. Texti lagsins Tonight again er nokkurn veginn sá dásamlegasti í keppninni í ár og það er svo morgunljóst að Ástralir vilja vinna, því að þá fá þeir varanlegan sess í keppninni, þrátt fyrir að utanumhald keppninnar verði alltaf í Evrópu: „I don’t want tomorrow/Oh baby tonight’s so good/This is one touch act to follow…/Forget tomorrow/We can do tonight again“  Þetta minnir mig dálítið á ákveðna smáþjóð sem söng í fyrsta sinn á stóra sviði Júróvisjón 1986: „Kósi lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er“ 😉  Þetta er þeirra Gleðibanki!  Jei Ástralía – áfram nördaskapur!

Álit Hildar
Halló Ástralía og velkomin í júróvisjon, hér er ofurskemmtilegt að vera! Ég verð hins vegar að viðurkenna að þó þið hafið lagt allan þennan metnað í frábært popplag og ykkar besta flytjanda þá á ég erfitt með að fíla lagið. Það gerist stundum þó, þá æsist ég með og fer að dansa en aðra daga þá þykir mér lagið svo leiðinlegt að ég slekk. Ég vona bara ykkar vegna að Evrópa dansi með ykkur en slökkvi ekki þann 23. maí því mig langar svo að sjá ykkur fara langt og jafnvel vinna!

Möguleikar
Veðbankarnir (Oddschecker.com) eru mjög bjartsýnir á gengi Ástralíu og Guy situr pikkfastur í 3. sæti. Áströlum gæti því vel orðið að ósk sinni og unnið keppnina, þar sem áhorfendur eiga eftir að fá skemmtilega kynningu um þessa Júróvisjón-þjóð sem ekki er í Evrópu – og grípa því glaðir símana og kjósa!

article-2678627-1F556E3F00000578-53_634x693

Conchita þessa árs?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s