Yfirferð framlaga 2015 – 35/40 – Belgía

Lag: Rhythm Inside
Flytjandi: Loic Nottet
Hvenær: Fyrra undankvöld 19. maí

Baksagan
Loic stóð sig með prýði í undankeppninni heima fyrir, landaði plötusamningi við Sony eftir gott gengi í The Voice Belgique  og hefur sýnt það og sannað að hann er þrusuflytjandi svona læf. Hann er með puttana í öllu sem viðkemur atriðinu á stóra sviðinu í Vín en vissulega hljómar hann dálítið eins og Lorde – sem er kannski ekki skrítið þar sem þau hafa sama pródúsent!

Hérna sést vel hversu flottur söngvari hann er, blessaður, og duglegur er hann að kovera vinsæla listamenn. Sia (sem á Chandelier) nefndi þetta vidjó einmitt og hrósaði honum fyrir flutninginn.

Loic átti fína æfingu síðast, kóreógrafían þarf að slípast pínu en þetta er allt að koma!

Álit Eyrúnar
UPPÁHALDSLAGIÐ MITT! Algjörlega húkkt á þessu frá byrjun, alveg sama þótt líkindi séu mikil við Lorde – hún er mjög vinsæl líka 🙂 Æfingarnar hafa sko ekki valdið mér vonbrigðum og ég er nokkuð viss um að með kóreógrafíunni ná Belgarnir að heilla Evrópu eins og mig!

Álit Hildar
Aftur erum við sammála því þetta er líka UPPÁHALDSLAGIÐ MITT! Eftir að ég renndi í gegnum öll lögin í fyrsta skipti var þetta það eina sem sat eftir. Og ég varð að hlusta strax aftur og aftur og aftur. Fékk ekki nóg og fæ aldrei nóg. Ég hafði upphaflega áhyggjur af sviðsetningunni, svona eftir að hafa séð Miro falla í gryfju slæmrar sviðsetningar með frábært lag, en þurfti ekkert að óttast. Sviðsetning smell passar og eftir tvær þrjár æfingar verður þetta komið hjá þeim!

Möguleikar
Sem stendur hafa veðbankar (Oddschecker.com) sett Belgíu í 14. sæti en þetta er reyndar þjóð án vinatengsla – og þær eru nokkrar í keppninni; Búlgaría, Ungverjaland og Bretland. Á síðustu fimm árum hafa þeir bara komist tvisvar í aðalkeppnina. Kannski er tími Belga kominn?

loic-nottet-live-on-the-voice-of-belgium copy

Æstir aðdáendur vilja sinn skerf af Loic!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s