Yfirferð framlaga 2015 – 34/40 – Bretland

Lag: Still in love with you
Flytjandi: Electro Velvet
Hvenær: Aðalkeppnin 23. maí

Baksagan
Enn einn dúettinn sem hafði bókstaflega enga reynslu af að koma fram saman þegar þau voru valin fyrir hönd Breta í Júróvisjón í ár – þau höfðu ekki komið fram saman áður (!) þegar þau voru í Amsterdam; sést hér. Dúettinn er samansettur af þeim Alex Larke og Biöncu Nicholas. Alex hefur verið í Rolling Stones-tribute-bandinu The Rolling Clones og gaf út nýtt lag í mars síðastliðnum:

Bianca tók þátt í bresku Voice-þáttunum í fyrra og hefur einnig tekið þátt í X Factor. Hún lék lítið hlutverk í amerísku bíómyndinni Sleepy Hollow árið 1999. Hér má heyra lag hennar, Hold on to your dreams sem komst inn á topp 100 smáskífulistann í Bretlandi:

Álit Eyrúnar
Ég eeeeeeeeeelska skrítin lög – og Bretar fá alveg verðlaunin fyrir undarlegheit í ár. Þetta yndislega be-bop/20’s swing/dubstep-dæmi er út úr kú í keppninni í ár sem er algjör ballöðubenda – og það getur sannarlega unnið með þeim! Ekki misskilja mig, þetta er hörmuleg tónsmíð en skemmtanagildið er ótvírætt! Eftir að hafa sent hrukkudýr (halló Bonnie darling og Engilbert Humperdinck!) og algjörlega óþekkta tónlistarmenn af ýmsum sortum með dassi af boybandi (hæ Blue!) er eins og þeir hafi bara ákveðið: „Fokk it, sendum bara e-ð fáránlegt og brjálað, aðdáendurnir kokgleypa það!“ Þetta er skólabókardæmi um skelfing eða snilld og ég hlakka svakalega til að sjá æfinguna á sviðinu!!

Álit Hildar
Bretar, Bretar, Bretar….. hvað eruð þið að hugsa? Þeir hafa reynt næstum allt á síðustu árum og ég held hreinlega að þeir verði að fara leita til þekktra tónlistarmanna sem eru vinsælir í dag („boy“band á fertugsaldri og vinsælir á árunum ’70-’90 teljast ekki með!) ef þeir ætla að vinna eins og talað er um að þeim langi! En hvað um það, þetta lag er náttúrlega bara með því undarlegra sem ég hef heyrt, svo mikil blanda af allskonar að það er kannski best að líkja því við gott funky shit party!

Möguleikar
Veðbankarnir eru alveg á því að Bretar geri eitthvað í ár, þótt þeir veðji nú ekki á að þeir vinni! Þeir sitja hins vegar rétt á eftir okkur Íslendingum í 11. sætinu og hafa verið þar síðustu vikur. Ef Evrópa er í skrítnu stuði og það verða bara ballöður í kringum Breta á úrslitakvöldinu má alveg gera ráð fyrir að 11. sætið standi en það þarf bæði til!

electro-velvet2

Bianca og Alex eru „flying the flag“ í ár – og með á hreinu að vera vel merkt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s