Umhorfs í blaðamannahöllinni

Flosi fékk sér göngutúr um blaðamannahöllina í Vín í gær og sendi okkur myndir af staðnum. Við vitum að upplýsingar um aðstöðu blaðamanna og aðdáenda eru ekki alltaf það sem er mest áberandi í allri Júróvisjón-umræðunni og þess vegna viljum við sýna ykkur aðeins umhorfs í blaðamannahöllinni sem er víst til hreinnar fyrirmyndar! Og miðað við hversu illa var staðið að málum í fyrra í Köben í þessum efnum, erum við mjög fegnar fyrir hönd þeirra 1700 blaðamanna sem dvelja á svæðinu:

presscenter

Blaðamenn og bloggarar alls staðar úr álfunni sitja sveittir við að flytja löndum sínum fréttir, berjast um innstungur og fylgjast með æfingum af risastórum skjám.Aðstaðan er öll til fyrirmyndar og hugsað fyrir öllum þörfum þessa mikla fjölda. Það er t.d. séð til þess að fólk þorni ekki upp og fái nóg að snarla á, eitthvað sem María og hennar hópur verður að gæta að hún sé stanslaust að gera sérstaklega eftir það sem kom fyrir á fyrsta æfingadeginum. Orkan sem fer í svona keppni er mjög erfitt að lýsa nema fyrir þá sem eru hérna á svæðinu.

veitingar

Veitingabarinn með drykki og ávexti fyrir langþreytta og úttaugaða blaðamenn!

Blaðamannafundirnir eru haldnir í afmörkuðum sal á blaðamannasvæðinu þar sem flytjendur mæta beint af æfingu, spjalla og fá (mis-)góðar spurningar úr salnum og sumir bregða á leik.

pressmeet

Nóg pláss fyrir alla flytjendur og aðstandendur atriðanna sem vilja sitja fyrir svörum!

Aðdáendur keppninnar hafa fengið sinn varanlega sess meðal blaðamanna og bloggara en í miðri höllinni í ár er móttaka aðdáenda (fan desk) þar sem hægt er að fá upplýsingar um hvaðeina tengt aðdáendasamfélaginu og keppninni. Þar rétt hjá eru blaðamannaboxin (pidgenholes) þar sem blaðamenn fá kynningarefnið sent og boð á viðburði, einnig er þar hægt að fá upplýsingar um túrismann í Vín og yfir 100 sjálfboðaliðar eru boðnir og búnir að aðstoða.

fandesk

„Hvernig get ég aðstoðað þig?“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s