Sögustund AUJ: Gluggað í framlög Austurríkis

Austurríki, sem nú hýsir Júróvisjón, hefur tekið þátt í keppninni nánast frá upphafi en fyrsta skipti sem Austurríki var með, var árið 1957. Þeir hafa verið með nánast allar götur síðan þá, að undanskildum örfáum pásum, sú lengsta varði frá 2007-2011. Þrátt fyrir þessa löngu þátttöku eru fá framlög frá Austurríki sem hafa lifað í gegnum tíðina. Austurríki hefur einungis sigrað einu sinni áður, en það var árið 1966 með laginu Merci Chérie sem Udo Jürgens flutti. Það verður víst seint talið með vinsælustu júróvisjon-lögum allra tíma! Udo tók raunar þátt þrjú ár í röð frá 1964-1966 og verður að segjast að sigurlagið telst til þeirra leiðinlegri! Til að mynda er fyrsta framlag hans frá 1964 mun huggulegra lag!

Í ljósi þess ætlum við að kíkja á nokkur framlög Austurríkismanna í gegnum tíðina og athuga hvort þar leynist einhver gullin en gleymd lög, leiðinleg, skelfingar eða snilldir!

Fyrsta framlag Austurríkismanna bar hinn frábæra titil ,,Wohin, kleines Pony“ sem myndi útleggjast á hinu ylhýra ,,Hvert, litli smáhestur?“ Flytjandi lagsins var Bob Martin sem var meira en lítið hress á sviðinu, svona rétt á meðan hann spurði litla smáhestinn sinn hvert þeir skyldu ríða.

Næstu tvö árin kom fram þrennt í framlögum Austurríkismanna sem við tengjum allajafna frekar við nútíma júróvisjón en júróvisjón 6. áratugarins, nefnilega boðskap, texta þar sem paprika kemur fram og þjóðlagaskotna tónlist. Boðskapurinn nær líklega hámarki í ár eftir sigur Concitu í fyrra, en Austurríkismenn voru með þetta á hreinu strax árið 1958 þegar Liane Augstin flutti lagið ,,Die ganze welt braucht liebe“ eða Heimurinn þarfnast ástar. Texta um papriku tengjum við hörðu júróvisjón-aðdáendurnir gjarna við framlag Króatíu frá árinu 2006 þar sem hið óviðjafnanlega rím Africa – paprika kom fram! Aftur á móti var það ekki í fyrsta sinn sem sungið var um papriku í júróvisjon því Ferry Graf söng árið 1959 um svolitla papriku sem er líka með (þ. Doch etwas Paprika liegt ebenfalls drin) í laginu ,,Der K. und K. Kalypso aus Wien“. Það lag bar einmitt líka keim af þjóðlagatónlist þar sem bæði var jóðlað og kalypsóinn kom við sögu en þjóðlagastef er þema sem hefur haldist allra götur síðan, einkum í framlögum Tyrklands.
Árin liðu og þegar fyrsta keppnin í lit, 1968, var sýnd var útsending líka poppuð upp og gerð nútímalegri. Sviðið var nokkuð glæsilegt með mynd af flytjendum í bakgrunni auk þess sem flytjendur brostu í myndavélina ,,baksviðs“ rétt áður en þeir gengu á svið og fluttu lagið sitt. Austurríkismenn voru hins vegar ekki svo framsæknir eða nútímalegir, voru enn í gamla tímanum og buðu um á lummulag flutt af karlmanni í svörtum jakkafötum með þverslaufu. Lagið var líka hundleiðinlegt og fékk bara tvö stig

Þetta var eitthvað annað en til dæmis Svisslendingar sem tefldu fram söngvara í appelsínugulum jakkafötum eða Finna sem sendu unga stúlku í næstum ósæmilega stuttum gulum kjól með hressilegu lagi. Svo ekki sé talað um sigurlagið La la la  frá Spáni í flutning Massiel og framlag Breta með Cliff Richard í fararbroddi í blúnduskyrtunni sinni dansandi um sviðið meðan hann flutti Congratulation.

Svo virðist sem Austurríkismenn hafi skellt í gríngírinn eftir smá pásu árið 1976 þegar bandið Waterloo & Robinson stigu á svið með lagið My little world. Þetta er klárlega lag sem á heima í flokknum Skelfing eða snilld! Strax ári seinna sendu Austurríkismenn tónlistariðnaðinum tóninn með gríni sem ekki verður lýst í orðum og þess virði að smella hér og horfa.

Grínið var hins vegar alveg farið 1979 þegar þetta lag keppti og varla nokkur maður getur munað eftir! Verður líklega að teljast með betri klósettferðalögum júróvisjon-sögunnar!

Þegar 9. áratugurinn gekk í garð virðist eitthvað hafa komið yfir Austurríkismenn og hvert framlagið á fætur öðru var annað hvort undarlegt, skelfilegt eða hlægilegt! Strax árið 1980 kom einn af skelfilegri textum sögunnar! Árið 1981 söng Marty Brem lagið Wenn du da bist, sem líklega enginn myndi eftir, nema fyrir einn áhugaverðasta bakradda/dansara kvartett sem sést hefur! Áfram heldur þetta og árið 1982 sendu þeir lagið Sonntag með hljómsveitinni Mess sem færi létt með að vinna hvaða vondulagakeppni sem er!

Það gerðist fátt markvert á næstu árum nema Austurríksmenn komust í Núllklúbbinn árið 1988 með framlagið Mona Lisa Mona í flutningi Wilfred sem líklega fékk sem það átti skilið. Tilnefnum við það hér með sem leiðinlegasta framlag Austurríkismanna! Þá fögnuðu þeir falli múrsins í upphafi 10. áratugarins með gleðisöngnum Keine Mauern mehr!

10. áratugurinn var frekar slakur hjá Austurríkismönnum, man til dæmis einhver eftir Für den Frieden der Welt frá 1994, eða One step frá 1997? Kannski man þó einhver eftir saxafónleikaranum frá 1995!

Á þessari öld hafa Austurríkismenn unnið en á sama tíma átt með verri lögum keppninnar (halló 2004!) að ógleymdum tveimur af umtalaðri framlögum aldarinnar; annars vegar lag Alf Poier frá 2003, Weil Der Mensch Zählt og Trackshittaz með lagið Woki Mit Deim Popo frá 2012.

Á þessu er ljóst að þrátt fyrir að Austurríkismenn hafi einungis unnið keppnina tvisvar hefur þeim tekist að eiga allan skalann af lögum; leiðinleg, skemmtileg, undarleg, grín og skrítin!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s