Dagbók Flosa í Vín: Júródólgarnir Fífí og Lóló á tánum

IMG_9900Hérna kemur pistillinn hans Flosa um norræna 
partíið í gærkvöldi og fleira:

„Það var mikið fjör að dólgast í dag (föstudag) og margt að gerast. Ég fylgdist með æfingum og fór á nokkra blaðamannafundi. Ég veit ekki hvort það voru eggjastokkarnir í mér að hristast eða ég bara spenntur að vera kominn, en ég fékk gæsahúð við Armeníu og og blotnaði vel þegar Moldóva var á sviðinu. Er ég kominn með Makedóníusyndrómið á fyrsta degi???

IMG_9828

Svo komu Belgar á svið og það er eitt af mínum uppáhalds í fyrri riðlinum. Hann var svaka flottur og áhrif frá Sia mjög greinileg í atriðinu. Á blaðamannafundinum vildu hommsunar… nei ég meina blaðamennirnir… fá hann til að brosa meira á sviði. Það þurfti ekki meira til því að hann var með sólheimaglottið þar sem eftir var fundar. Fyrir mér er Rússland sigurvegari fyrri riðilsins, hún er svaka flott og sviðið mjög vel útfært. Ég gef skít í þessa pólitísku umræðu, þetta er bara flott atriði og við verðum bara að sætta okkur við að mín lög í þessum riðli eru Rússland og Belgía.

IMG_9848Þá var komið að því að fá sér smá frí frá Eurovision og hitta hann Örvar sem vinnur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Þvílík bygging – annað eins hef ég ekki séð! Samkvæmt Örvari vinna  milli 5 – 6000 manns í byggingunni og eins og þið sjáið á myndinni er hver þriggja glugga kassi ein skrifstofa. Hann fór með okkur i gegnum hluta af byggingunni og mér fannst mjög áhugavert að heyra frá einni stofnuninni þar sem aðeins um 5 manns vinna en það heitir því frábæra nafni UNOOSA United Nation office for outer space affairs. Þeir skrifa prótókoll ef að það finnst samband við aðra en jörðina og eru búnir að skipuleggja hvað eigi að segja og hver segi hvað. Örvar segir að Vín sé æðisleg borg að búa í og að hann og konan hans, Herdís, fíla sig vel innan Vínarbúa. Við tókum svo lest á uppáhaldsstaðinn þeirra Herdísar og Örvars og fengum okkur kokteila og góða steik. Þau eru að sjálfsögðu í FÁSES og munu styðja framlag Íslands með okkur.

IMG_9966

Þegar litla táin var farin að dilla sér með bleikum pina colada sagði Lóló/Laufey að tími væri kominn til að fara á Nordic Night Party (norræna partíið) og við örkuðum af stað. Við komum akkúrat á sama tíma og íslenska gengið mætti á staðinn og voru þau svo flott öll í tauinu. Selma, Alma og Íris voru öll í stíl í svörtum pallíettujökkum og StopWaitGo-gengið í nýjustu tísku. María var að sjálfsögðu glæsileg að vanda og er heldur betur búin að taka framförum að höndla alla þessa blaðamenn og aðdáendur. Við Lóló löbbuðum um og fengum myndir af nokkrum framlögum og Lóló var svo heppin að krækja sér í viðtal við eistnesku keppenduna og stóð sig með prýði. Það voru allir viðkunnanlegir og til í spjall og myndir.

IMG_9853

Ég ræddi við Írisi og Ölmu um hvaða lög þær fíluðu mest og Íris var fljót að svara: ÍSRAEL. Alma heldur mikið upp á Ástralíu en sagði að hennar guilty pleasure væri San Marínó. Skandinavar spöruðu ekki í neinu og var umgjörðin mjög flott í alla staði. Við hittum svo Jónatan Garðarsson og Peter Fenner og við spjölluðum stutt við þá.  Peter sagðist fyrst hafa komið nálægt íslenska atriðinu 1995 þegar BÓ okkar steig á stokk og sagði hann aðalástæðuna vera að íslenska sendinefndin hafi verið svo fámenn á þeim tíma og hefði vantað fleira fólk til að aðstoða. Peter greip tækifærið eftir að BBC hafði tilkynnt honum að útvarpssendingar hans væru ekki lengur í boði. Hann hefur síðan verið dyggur stuðningsmaður í sendinefnd Íslands og hjálpað meðal annars við textagerð og  verið Eurovision-viskubrunnur  fyrir þulana frá okkur. Ég ákvað líka að spurja þá hvað þeim fannst um að Ástralía væri að taka þátt. Þeir sögðu að það væri einfalt að áhuginn væri það mikill þar og þetta væri bara eins og að Skotland eða Wales mundi taka þátt þar sem Ástralía var hluti breska konungsríkisins. Það er líka áhugavert að minnast á að þeir kjósa í báðum riðlum til að gæta þess að jafnræði sé fylgt. Ég skaut síðan á Jónatan hvort það væri ekki eitthvað stórt í vændum út af afmæli söngvakeppninnar á Íslandiá næsta ári. Hann benti pent á að það færi eftir ríkisstjórninni hvað þeir gæfu mikið í RÚV og bætti svo við að besta svarið væri eins og Þjóðverjar segja “Ja aber Nein”. Þetta verður tekið upp í júní. Ég og Lóló nýttum að sjálfsögðu tækifærið og bættum við að Fáses væri meira en til í að bjóða krafta sína fram.IMG_9898

Það var komið að því að sjá keppendur syngja á sviði og íslensku keppendunir góluðu af gleði og útgeislun, ég fékk bara smá kökk í hálsinn því að það var svo gaman að sjá hvað hver og einn einstaklingur var að leggja sig fram. Að mínu mati stóðu Ísland og Noregur upp úr á þessu kvöldi þar sem mér fannst Svíarnir svoldið “kokkí” í framkomu en hann kann þetta, sætapúðinn minn. Þá var Fífí orðinn pung/rassasveittur og tími til að skella sér í rúmið því að langur laugardagur var framundan í höllinni. Læt ykkur vita hvernig það gekk fyrir sig.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s