Yfirferð framlaga 2015 – 33/40 – Danmörk

Lag: The Way You Are
Flytjandi: Anti Social Media
Hvenær: Fyrra undankvöld, 19. maí

Baksagan
Bandið hefur aðeins spilað saman í ríflega þrjá mánuði og því er ekki reynslunni fyrir að fara hjá þeim piltum. Þrátt fyrir það eru þeir spenntir fyrir því að spila bítla-innblásna lagið sitt fyrir Evrópu. Eftir fyrstu æfinguna sögðu þeir að þetta hefði verið einhver besta æfing að sögn hópstjórans síns! Þeir hlakka líka mikið til að sjá Paul McCartney á Hróarskelduhátíðinni í sumar, þar sem þeir ætla að vera fremstir við sviðið! Spurðir um nafnið á bandinu vilja þeir með því leggja áherslu á að fólk eigi nú einhvern tímann að leggja símann frá sér.  Er þá ekki bara góður tími til þess þegar þeir stígi á svið?

Álit Eyrúnar
Já, danska lagið! Svo sannarlega ekki besta danska lag frá upphafi. Voða danskt samt. Ég hef í gegnum tíðina ekki verið yfirlýstur aðdáandi dönsku framlaganna og þetta fer voðalega mikið inn um eitt eyra og út um hitt. Blah dálítið. Ég held að það fari algjörlega eftir stemmingu fólksins heima í stofu (eða meðal aðdáendanna í salnum) hvort þeir fari áfram í aðalkeppnina.

Álit Hildar
Æi elsku Danir, þurftuð þið endilega að senda yngri útgáfu af Sigmundi Davíð fyrir ykkar hönd? Ég væri nefninlega alveg til í að vera laus við Sigmund svona alla jafna en sérstaklega í júrovisjon! Ef ég hlusta bara á lagið er það svo sem í lagi en er óttalega óeftirminnilegt og allt í kringum það alveg hrikalega ófrumlegt. Já nema kannski handasveiflur bakraddanna á bleiku náttkjólunum!

Möguleikar
Eins og allir vita auðvitað voru Danir gestgjafar í fyrra en veðbankarnir (Oddschecker.com) setja Anti Social Media í 33. sætið. Þeir gætu slefað áfram en eru líklegir til að sitja eftir.

Vindergruppen af det danske Melodi Grand Prix, Anti Social Media, chatter med bt.dks brugere dagen efter sejren i Aalborg. søndag den 8. februar 2015 i BT news room

Grúppan sem er ekki á neinum samfélagsmiðlum *kaldhæðni* spjallaði samt við notendur BT.dk áður en þeir héldu að heiman. Mynd: Bt.dk

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s