Yfirferð framlaga 2015 – 32/40 – Eistland

Lag: Goodbye to Yesterday
Flytjandi: Elina Born & Stig Rästa
Hvenær: Fyrra undankvöld, 19. maí

Baksagan
Þetta er frumraun þeirra skötuhjúa saman en Stig hafði samið efni fyrir Elinu áður. Hún tók þátt í Eesti Laul, eistnesku undankeppninni árið 2013 og lenti í öðru sæti í poppstjörnuraunveruleikaþætti árið áður. Hér er hún fyrir tveimur árum:

Stig hefur verið í nokkrum böndum í eistnesku poppsenunni, tekið þátt í dansraunveruleikaþætti og stýrt uppsetningu á söngleik að undanförnu. Þau eru búin að taka fyrstu æfingu og sögðu eftir á að það hefði róað þau heilmikið hversu vel og faglega allir unnu að því að láta allt í kringum atriðið ganga upp.

Álit Eyrúnar
Ég hef sko ekki fattað fössið í kringum þetta lag – eða flytjendurna! Mér finnst þetta lag bara alveg heilmikið miðjumoð og ekkert efni í toppinn, þar sem það hefur verið. Húkkurinn er kannski svolítill í viðlaginu en mér finnst lagið ekki henta þeim raddlega, hvorki Stig né Elinu – alltof lágt fyrir þau!

Álit Hildar
Það er ekki oft sem við Eyrún erum sammála, en um þetta lag erum við það! Ég fatta það engan veginn hvað það er við lagið sem fær það til að skora svona hátt í veðbönkunum. Þau eiga oft á tíðum í erfiðleikum með lágu tónana og það er ekkert að gerast á milli þeirra á sviðinu, ekki einu sinni þegar þau horfa hvort á annað! Myndvinnslan í keppninni í Eistlandi gerði heldur ekkert fyrir lagið svo það er vonandi að þau lagi það að minnsta kosti í Vín!

Möguleikar
Eistar eru í toppbaráttunni í veðbönkunum (Oddschecker.com) og eru búnir að koma sér fyrir í 5. sætinu. Þeir eiga einn sigur að baki fyrir 14 árum og á síðustu fimm árum hafa þeir tvisvar sinnum ekki komist áfram í aðalkeppnina, með Malcolm Lincoln 2010 og hinni undursamlegu Tönju í fyrra.

10475201_581223108681336_1640370958_n

Áhættusækið tedrykkjufólk! Af Instagram-síðu Eesti Laul (#eestilaul2015)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s