Yfirferð framlaga 2015 – 31/40 – Finnland

Lag: Aina Mun Pitää
Flytjandi: Pertti Kurikan Nimipäivät
Hvenær: Fyrra undankvöld

Baksagan
Eðaltöffararnir í hljómsveitinni Afmælisdagur Pertti Kurikan (hann er sko gítarleikarinn!) ætla að flytja fyrsta alvöru pönklagið á Júróvisjón-sviðinu. Lagið er heilar 85 sekúndur og þar með eitt af allra stystu lögum í keppninni. Ég er reyndar viss um að lögin í kringum þá væru alveg til í hinar sekúndurnar sem þeir nýta ekki! Þeir eru landsþekktir í heimalandinu, ekki síst eftir heimildamyndina Pönkheilkennið sem RÚV sýndi einmitt um daginn. Þeir báru sigur úr býtum í forkeppninni  Uuden Musiikin Kilpailu – en þar kenndi reyndar ýmissa grasa (halló fjölbreytni!) Þar var meðal annars í boði joik, venjubundið mainstream popp og bollívúdd á finnsku:

Pönkararnir eru reynslumiklir, hafa gefið út nokkrar plötur og komið fram með ekki ómerkari listamönnum en Lordi! Hér er fyrsta smáskífan þeirra sem fór á flug og fljótt áttuðu menn sig á að vinsældirnar voru ekki bundnar við neinn ákveðinn hóp:

Æfingin þeirra gekk líka sallafínt:

Álit Eyrúnar
Mér finnst þeir frábærir – alveg frá því í undankeppninni heima var ég sannfærð um að þeir PKN-félagar færu alla leið. Ég veit ekki alveg hvort Evrópa er til í pönkið en þeir eru rosa sjarmerandi drengirnir og með nýja stefnu í keppninni, svo að það er aldrei að vita hvað gerist? Bókaðir inn í aðalkeppnina, tjekk!

Álit Hildar
Ég elska pönk og þess vegna elska ég PKN. Þvílíkt eðal pönklag! Fyrir utan hvað er alltaf hressandi að fá smá alvöru rokk og pönk í þessa keppni innanum dramað, glimmerið og dansana. Mér finnst frábært að lagði sé á finnsku, held það myndi tapa karakter ef það hefði verið þýtt. Bókaðir inn í aðalkeppnina, tjekk!

Möguleikar
Veðbankarnir (Oddschecker.com) hafa sett Finna í 5. sæti en nú eftir að æfingarnar hófust eru þeir komnir í það sjötta. Gengi Finnlands hefur verið mjög brösótt í gegnum tíðina en undanfarin ár hafa þeir komist í aðalkeppnina með lög sín á ensku. Það er þó miklar líkur að sérstaða lags og flytjenda skili Finnum í úrslitin í ár!

pkn_vko6_2015_koko

Sannkallaðar stjörnur, þessir piltar!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s