Veðbankarnir í vikunni fyrir keppni!

Jæja, æfingar hafnar og við höfum öll haft smávegis tækifæri til að kynna okkur sviðsetningu laganna og það örlar á dálitlum breytingum frá því að við litum síðast á stöðu veðbankanna. Það skiptir nefnilega máli að negla þetta frá fyrstu æfingu! En á hinn bóginn er heilmargt sem þarf að stilla saman í æfingum, eins og við vitum.

Svona er staða veðbankanna okkar í dag, 15.5.2015:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Svíþjóð Ítalía Ástralía Rússland Eistland
Paddypower.com Svíþjóð Ítalía Ástralía Eistland Rússland
William Hill Svíþjóð Ítalía Ástralía Eistland Rússland
ESC stats.com Svíþjóð Ítalía Noregur Aserbaídsjan Rússland
Júróvisjón-hópurinn á FB Noregur Ítalía Eistland Svíþjóð Ástralía
OGAE Big Poll Ítalía Svíþjóð Eistland Noregur Slóvenía

Oddschecker.com sem er safnsíða fyrir marga veðbanka hefur aðeins breytt stöðu sinni og skipt Rússum inn á fyrir Eista, sem ýttu Finnum niður í 6. sæti. Þetta getum við algjörlega skrifað á dúnduræfingu Rússanna. Hinir opinberu veðbankarnir fylgja þessu fordæmi. ESC stats – aðdáendatölfræðin – er með nákvæmlega eins uppsetningu og fyrir viku síðan. Íslensku júrónördarnir hafa líka aðeins stokkað upp í sinni spá (reyndar eru þessar tölur meira tengdar smekk en spá!). Síðasta spáin úr stóru OGAE-könnuninni eru endanlegar spátölur þar sem þeirri kosningu er lokið.

Staðan á íslenska laginu í veðbönkunum er líka sú sama/sambærileg og fyrir viku síðan. Við höfnuðum í 20. sæti í OGAE-kosningunni en þess ber þó að geta að óvenjumörg lönd höfnuðu í síðasta sæti með 0 stig = alls 15 lönd!

Veðbanki Sæti
Oddschecker.com 10. sæti
Paddypower.com 13. sæti
William Hill 12. sæti
ESC stats.com 10. sæti
OGAE Big Poll 20. sæti

Nú er það bara að keyra í æfingar og vona það besta fyrir undankvöldin. Við vitum eins og er að þá eru aðdáendurnir að horfa – og kjósa!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s