Skógur, gylltir fætur x2 og teiknimyndir í lokahnykk fyrstu æfinga

Það er ekki seinna vænna en að velta fyrstu æfingum fyrir sér þegar aðrar æfingar eru þegar hafnar. Á miðvikudaginn og í gær æfði restin af þátttakendum í undanúrslitum í fyrsta skipti á sviðinu. Við skulum kíkja á það helsta sem fór fram:

Byrjum á San Marino, svona af því það hlýtur að vera leiðinlegasta lagið í keppninni í ár. Og rétt eins og lagið þá er sviðsetningin leiðinleg og nákvæmlega ekkert frumlegt við hana. Þau eru með fjórar bakraddir á sviðinu sem taka upp á því að klappa þegar líður á lagið; kannski í tilraun til þess að hressa upp á annars líflausa framkomu Anitu og Michele. Í bakgrunni sjáum við sjálfa jörðina sem verður alsett kertaljósum. Æfingin sem slík var ekki slæm, þau sungu ágætlega en sviðsetning gerir ekkert fyrir annars glatað lag.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Svartfellingar áttu enga sérstaka æfingu, raddlega séð og hljómaði allt eins og bakraddirnar væru falskar meðan Knez var góður. Rétt eins og sumir aðrir (ehemm…. já einmitt, þið vitið!) detta Svarfellingar svolítið í smáþjóðasyndrómið þar sem fegurð landsins, litir þess (svart fyrir fjöllin, grænt fyrir náttúruna og það sem hét í gamla daga andlitslitað fyrir sjóinn) og allt hannað af heimafólki; bæði búningar og skart.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Við vorum rosa spenntar að sjá hvort maltnesku hettupeysudúddarnir myndu koma með á sviðið í Vín. Það voru því vonbrigði að sjá að Amber verður ein á sviðinu, hreyfir sig lítið í svörtum kjól og svörtum skóm með loga sem skipta litum í bakgrunni. Fátt spennandi en Amber negldi hins vegar æfinguna, svo flott var hún!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Það var auðvitað eftirvænting eftir því að sjá hvað Norðmenn myndu gera á sviðinu. Búningarnir hafa verið lýstir upp, eru nú mestmegnis hvítir þannig að það er aðeins léttara yfir skrímslinu en til að mynda í myndbandinu. Engar ríkisbakraddir voru sjáanlegar á æfingunni sem gekk ekki alveg sem skyldi en eitthvað virtist heyrast lítið í Debruh. Við huggum okkur við að þetta hafi verið fyrsta æfing og grátum það seinna að sjá ekki æði hallærislegu ríkisraddirnar með!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Gulldrengurinn frá Ísrael sem enginn trúir að sé 16 ára negldi sína æfingu í dag. Dansinn var kannsk eilítið of frjáls en sporin eru bara svo frjáls í eðli sínu að manni verður alveg sama! Svo bara hættir maður líka að horfa því maður fer hvort eð er að dansa sjálfur með þegar lagið byrjar! En fyrir þá sem ekki ætla dansa með þá eru búningar bæði Nadavs, dansaranna og  bakraddanna svartir og hvítir og frekar látlausir að undanskildum jakka Nadavs. Með þessu er svo ansi litríkt ljósashow. Gæti hugsanlega litið betur út á sviði en í sjónvarpi sem við vonum að gerist ekki!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Aserar mæta hreinlega með heilan skóg í bakgrunni og er það ætlað til að ýta undir þá tilfinningu úlfsins sem er einn. Elnur er með tvo dansara með sér á sviðinu auk bakradda. Æfingin gekk vel fyrir Elnur en dansinn sjálfur virtist einhvern veginn úr takti við lagið, ekki túlkunin eða gæði dansins heldur sporin og tempóið öllu heldur.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Það sem allir hafa beðið eftir: Hvað mun Måns gera fyrst hann mátti ekki nota teiknimyndafígúruna sem hann var með í Melodifestivalen? Ljóst var að grafíkin varð að vera með, lagið er slakt án hennar. Og jú, Svíarnir klikkar ekki og voru bara mættir með nýja fígúru en að öðru leyti virtist grafík hugmyndin sú sama og í Melfest. Måns virtist svolítið orkulaus á sviðinu en söng þó óaðfinnanlega!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Að lokum kíktum við á æfingu júróvisjón-uppvakninganna eins og þau kalla sig, frá Slóveníu. Það kom fátt á óvart þar, sviðsetning sú sama og heima fyrir, Marjetka í hvítum kjól með heyrnartólin sín, Raay með sín líka, aðeins minna fínn við píanóið og svo auðvitað besti fiðluleikari sögunnar í Júróvisjón! Æfingin gekk vel og hvergi að sjá neina stóra hnökra á sviðsetningu né framkomu.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Aðrir sem æfðu á miðvikudaginn og gær voru Litháen, Írland, Portúgal, (halló skikkjutíska!) Tékkland, Lettland, Sviss, (halló skikkjutíska og halló lélegt hljóð á æfingu!) Kýpur, Pólland (halló flaksandi þvottur!) og auðvitað Ísland.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s